Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Bandaríkjamenn hafa barist fyrir hækkun lágmarkslauna; launaójöfnuður er gríðarlegur þar í landi. NordicPhotos/Getty Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hinir ríku hafa notið mest góðs af endurreisn alþjóðlega efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar 2008 ef marka má nýja skýrslu efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Í henni kemur fram að raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með lægstu launin í OECD hafi lækkað um 16,2 prósent milli 2007 og 2010 á meðan raunlaun þeirra 10 prósenta sem eru með hæstu launin lækkuðu um 4,6 prósent. Milli 2010 og 2014 hækkuðu laun þeirra 10 prósenta sem lægstu tekjurnar hafa um einungis 1,6 prósent, en laun þeirra tekjuhæstu hækkuðu um 5,2 prósent. Árið 2014 höfðu því hæstu launin náð sömu hæð og fyrir efnahagskreppuna á meðan þeir sem voru með lægstu launin voru ennþá með 14 prósent lægri laun en fyrir árið 2008. Launamismunur er í sögulegu hámarki. Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem ber saman ráðstöfunartekjur heimila, hefur launaójöfnuður ekki verið meiri síðan á níunda áratug síðustu aldar og mældist 0,318 veturinn 2013/2014. Stuðullinn er hæstur í Síle þar sem hann er 0,46, en er einnig mjög hár í Bandaríkjunum þar sem hann mælist 0,394. Stuðullinn mældist aftur á móti lægstur, eða 0,244, á Íslandi árið 2014 og hafði þá lækkað töluvert frá 2007.Ráðstöfunartekjur árið 2014Bandaríkjamenn sem eru með 20 prósent hæstu launin eru að meðaltali með 8,7 sinnum hærri laun en þeir sem þéna 20 prósent lægstu launin. Á Norðurlöndunum; Íslandi, Noregi og Danmörku, er hins vegar minnstur launamunur. Þeir sem eru með 20 prósent hæstu tekjurnar á Norðurlöndum þéna að jafnaði 3,5 sinnum hærri launa en þeir sem eru með 20 prósent lægstu launin. Launamismunur hefur dregist mest saman í Tyrklandi frá árinu 2010 eða um tvö stig, hann hefur hins vegar aukist mest í Eistlandi, eða um þrjú stig. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað á síðustu árum og atvinnuþátttaka hafi aukist haldi ójöfnuður launa áfram að aukast í OECD-löndunum. Langtíma atvinnuleysi og lítið launaskrið hefur komið í veg fyrir að laun hækki hjá hópnum með lægstu launin. Kjarajöfnun í gegnum skatta og bætur hefur að meðaltali 27 prósent áhrif á laun í OECD-ríkjum. Þessi jöfnun mýkti áhrif efnahagskreppunnar á lægstu launin samkvæmt skýrslunni en kjarajöfnun hefur hins vegar veikst í flestum löndum frá árinu 2010. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira