Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Snærós Sindradóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira