Einvígi æskuvina í eyðimörkinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2016 06:00 Hver fær kampavínsbaðið? Hamilton sprautar hér kampavíni yfir Rosberg og líklegt er að hann þurfi að gera það aftur um helgina vísir/getty Það er aðeins ein keppni eftir á keppnistímabilinu í Formúlu 1 og ljóst að heimsmeistarinn verður annaðhvort Nico Rosberg eða Lewis Hamilton. Báðir keyra þeir fyrir Mercedes. Hamilton hefur orðið heimsmeistari síðustu tvö ár en það þarf ansi margt að ganga upp hjá honum ef hann ætlar að vinna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á ferlinum. Rosberg er með tólf stiga forskot á Hamilton og það þýðir að honum dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí fari svo að Hamilton vinni keppnina. Ef Hamilton lendir í öðru sæti þá dugar Rosberg að lenda í fjórða til sjötta sæti.Komið að Rosberg? Þjóðverjinn Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari áður en nú er hans stóra tækifæri. Sumir sérfræðingar segja að það eina sem geti komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari sé að bíllinn hans bili eða ef einhver keyri á hann. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Hamilton gæti ógnað Rosberg er Þjóðverjinn var með 43 stiga forskot á Bretann. Munurinn var 33 stig er aðeins fimm keppnir voru eftir. „Þetta tímabil hefur verið mikil áskorun enda mikið gengið á. Ég hef samt náð því að styrkjast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og breytt því neikvæða yfir í eitthvað jákvætt,“ sagði Hamilton. „Ég er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á tímabilinu. Ég var 43 stigum á eftir og hélt að það væri ómögulegt að koma til baka. Þetta hefur sýnt mér að ekkert er ómögulegt og ég mun halda áfram að mæta til leiks með það hugarfar.“ Bretinn vill lítið velta sér upp úr ef og hefði á þessum tímapunkti. Hann leggur allt undir um helgina og vonar það besta. „Það er spennandi að mæta til leiks núna og eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Stefnan hjá mér er að vinna keppnina og svo sjáum við til hvað gerist.“Lengi verið vinir Mercedes-félagarnir hafa verið vinir frá því þeir voru efnilegir unglingar. Þá kepptu þeir í körtuakstri og urðu góðir vinir. Í Formúlunni hefur aftur á móti verið grunnt á því góða á milli þeirra þó virðingin sé augljóslega enn til staðar. „Við búum enn að virðingu hvor fyrir öðrum frá því við vorum krakkar. Ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem ökumanni og sem persónu,“ sagði Rosberg og Hamilton sagðist vera stoltur af því hvernig Rosberg hefði staðið sig á þessu tímabili. „Það hafa komið upp erfiðar stundir á þessu ári en í heildina höfum við náð framförum í samskiptum okkar. Samskiptin eru kannski ekki mjög djúp en við erum líka að vinna í mjög erfiðu umhverfi,“ sagði Rosberg. Formúla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það er aðeins ein keppni eftir á keppnistímabilinu í Formúlu 1 og ljóst að heimsmeistarinn verður annaðhvort Nico Rosberg eða Lewis Hamilton. Báðir keyra þeir fyrir Mercedes. Hamilton hefur orðið heimsmeistari síðustu tvö ár en það þarf ansi margt að ganga upp hjá honum ef hann ætlar að vinna þriðja árið í röð og í fjórða sinn á ferlinum. Rosberg er með tólf stiga forskot á Hamilton og það þýðir að honum dugar að lenda í þriðja sæti í Abú Dabí fari svo að Hamilton vinni keppnina. Ef Hamilton lendir í öðru sæti þá dugar Rosberg að lenda í fjórða til sjötta sæti.Komið að Rosberg? Þjóðverjinn Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari áður en nú er hans stóra tækifæri. Sumir sérfræðingar segja að það eina sem geti komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari sé að bíllinn hans bili eða ef einhver keyri á hann. Fyrir nokkrum vikum benti fátt til þess að Hamilton gæti ógnað Rosberg er Þjóðverjinn var með 43 stiga forskot á Bretann. Munurinn var 33 stig er aðeins fimm keppnir voru eftir. „Þetta tímabil hefur verið mikil áskorun enda mikið gengið á. Ég hef samt náð því að styrkjast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og breytt því neikvæða yfir í eitthvað jákvætt,“ sagði Hamilton. „Ég er stoltur af þeim árangri sem ég hef náð á tímabilinu. Ég var 43 stigum á eftir og hélt að það væri ómögulegt að koma til baka. Þetta hefur sýnt mér að ekkert er ómögulegt og ég mun halda áfram að mæta til leiks með það hugarfar.“ Bretinn vill lítið velta sér upp úr ef og hefði á þessum tímapunkti. Hann leggur allt undir um helgina og vonar það besta. „Það er spennandi að mæta til leiks núna og eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Stefnan hjá mér er að vinna keppnina og svo sjáum við til hvað gerist.“Lengi verið vinir Mercedes-félagarnir hafa verið vinir frá því þeir voru efnilegir unglingar. Þá kepptu þeir í körtuakstri og urðu góðir vinir. Í Formúlunni hefur aftur á móti verið grunnt á því góða á milli þeirra þó virðingin sé augljóslega enn til staðar. „Við búum enn að virðingu hvor fyrir öðrum frá því við vorum krakkar. Ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem ökumanni og sem persónu,“ sagði Rosberg og Hamilton sagðist vera stoltur af því hvernig Rosberg hefði staðið sig á þessu tímabili. „Það hafa komið upp erfiðar stundir á þessu ári en í heildina höfum við náð framförum í samskiptum okkar. Samskiptin eru kannski ekki mjög djúp en við erum líka að vinna í mjög erfiðu umhverfi,“ sagði Rosberg.
Formúla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira