Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 19:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag. Kosningar 2016 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. Formaður Viðreisnar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort formlegar stjórnunarmyndunarviðræður hefjist milli flokkanna. Þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar fyrir helgi sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum. Þær viðræður hafa staðið yfir um helgina en engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram. Formenn hittust í dag Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í dag til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm en fundinum lauk klukkan sex. „Við höfum bara verið að fara yfir málið eins og fólk hefur verið að gera sín á milli alla helgina og sjá hvort það eru einhverjir möguleikar í stöðunni,” segir Beneikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Ræddu tillögur frá Bjarna Samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn boðaður meðal annars til að ræða málamiðlunartillögur Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í evrópu- og sjávarútvegsmálum. Benedikt segir þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki sé tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist. „Ja það er nýr dagur á morgun. Við sjáum til hvað verður þá. Forsetinn sagði okkur að við hefðum svona fram yfir helgi til að reyna að átta okkur á þessu. Þannig að ég get bara ekki fullyrt um það,” segir Benedikt. Þú hittir Bjarna Benediktsson á fundi í dag. Hvað kom fram á þeim fundi? „Það var ósköp lítið. Við fórum yfir málin. Hann reyndar kynnti aðeins fyrir mér ríkisfjármálin sem að var nú kvartað yfir að hann hefði ekki gert síðast þegar að við hittumst.” Hvenær liggur fyrir hvort þessir flokkar muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður? „Menn verða fyrst að ákveða að þá langi til þess og sá tími er ekki kominn enn,” segir Benedikt. Mistök við síðustu viðræður Heimildir fréttastofu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins herma að hægt yrði að semja stjórnarsáttmála milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á skömmum tíma. Í stjórnarmyndunarviðræðum milli flokkanna sem slitið var 15. nóvember síðastliðinn hefði náðst samkomulag um mörg stór mál. Hins vegar hefðu verið gerð mistök með því að hefja formlegar viðræður án þess að samkomulag væri í höfn um sjávarútvegs- og evrópumál. Það væri því forsenda fyrir því að viðræður milli flokkanna hefjist aftur að slíkt samkomulag liggi fyrir og um þau mál hafa Bjarni, Benedikt og Óttarr fundað í dag.
Kosningar 2016 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira