Innlent

Varað við ísingu á vegum víðast hvar í kvöld

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ísing á vegum gæti sums staðar orðið mikil í kvöld.
Ísing á vegum gæti sums staðar orðið mikil í kvöld. vísir/vilhelm
Varað er við mikilli ísingu á vegum Suðvestan- og vestanlands í kvöld. Að sama skapi er hætta á ísingu á vegum austur í sveitum og einnig er bleyta norðaustantil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í ýmsum hlutum landsins er varað við hálku á vegum. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum þó vegir á Suðurlandi séu að mestu lausir við hálku utan vega sums staðar í uppsveitum.

Hálka er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og víðast hvar eru hálkublettir á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er sömuleiðis hálka á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og víðast hvar eru hálkublettir á láglendi. Á Dynjandisheiði er flughált.

Á Norður- og Austurlandi eru hálkublettir en greiðfært er með suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×