Erlent

Bein útsending: Síðasta skákin í einvígi Carlsen og Karjakin

Samúel Karl Ólason skrifar
Sergey Karjakin og Magnus Carlsen.
Sergey Karjakin og Magnus Carlsen. Vísir/AFP
Uppfært: Skákin endaði í jafnvægi. Því munu þeir Carlsen og Karjakin tefla atskákir sem hefjast á miðvikudaginn.

Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn Magnus Carlsen etur nú kappi við Rússann Sergei Karjakin í heimsmeistaraeinvígi þeirra. Síðasta skákin af tólf fer nú fram í New York. Carlsen og Karjakin standa jafnir að vígi fyrir skákin og eru báðir með 5,5 vinninga.

Standi leikar enn jafnir aðskákinni lokinni loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Mögulegar atskákir verða tefldar á miðvikudag.

Hægt er að skoða viðureignina hér að neðan á gagnvirkan hátt með upplýsingum frá Chess24.

Hér fyrir neðan er síðan er að finna beina útsendingu frá Chess24 þar sem sérfræðingar fylgjast með og rýna í skákina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×