Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 22:48 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52