Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 09:00 Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember. MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn Conor McGregor og Bandaríkjamaðurinn Eddie Alvarez settu heldur betur upp flotta sýningu á blaðamannafundi fyrir UFC 205 bardagakvöldið sem fram fer í New York á aðfaranótt sunnudags en það verður það stærsta og flottasta í sögunni. Conor og Alvarez berjast um heimsmeistaratitilinn í léttvigt en Bandaríkjamaðurinn er handhafi beltisins í þeim þyngdarflookki. Takist Conor að sigra Alvarez verður hann fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC á sama tíma. Conor mætti of seint á blaðamannafundinn í gærkvöldi en Alvarez mætti á réttum tíma. Hann stóð upp og fór en kom aftur. Conor mætti á svæðið þegar Alvarez var hvergi sjáanlegur. Hann kom dansandi út á sviðið og byrjaði á því að taka heimsmeistarabelti Alvarez og setja það á borðið hjá sér. „Fyrirgefið hvað ég er seinn en mér er bara alveg drullusama,“ öskraði Conor í hljóðnemann en hann mætti í minkapels og talaði óspart um hvað hann væri glæsilegur eins og svo oft áður. Þegar Alvarez mætti á sviðið skömmu seinna sá hann að beltið sitt var á borðinu hjá Conor en það fannst honum ekkert fyndið. Hann hrifsaði beltið til sín og kastaði svo stól í áttina að Conor. Þá trylltist Írinn. Hann reyndi að kasta stólnum aftur í Alvarez en Dana White, forseti UFC, þurfti að spila körfuboltavörn á Írann til að koma í veg fyrir að einhvern myndi slasa sig. Conor fór svo á kostum á blaðamannafundinum sjálfum eins og hann gerir svo gjarnan en allan fundinn má sjá í spilaranum hér að ofan. Conor mætir á sviðið eftir 23 mínútur og 50 sekúndur.UFC 205 er stærsta og flottasta bardagakvöld í sögu UFC. Það verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 13. nóvember.
MMA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira