Heimir segir Skotum að nýta sér hlutverk lítilmagnans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 17:15 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri í landsleik. Vísir/Getty Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“ EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira