Skólaball Logi Bergmann skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiriháttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt. Það er flókið að vera kennari. Ekki síst þegar kemur að hlutum fyrir utan kennsluna. Sérstaklega núna, þegar komnar eru reglur um að það megi ekki skilja útundan og alls konar eineltisáætlanir (sem eru alls ekki áætlanir um að leggja einhvern í einelti). Og það getur til dæmis verið mjög flókið að halda skólaball. Tökum bara dæmi af fullkomnu handahófi og um algjörlega ímyndaðan skóla sem er klárlega ekki til. Hvergi.Ólíkir bekkir D-bekkurinn er stærstur en sumum hinna krakkanna fannst hann svo leiðinlegur síðast að þau vilja helst ekki leika við hann. Þau segja að hann sé frekur og sé alltaf að reyna að hjálpa vinum sínum, sem eru í allt öðrum skóla. En það er líka vesen af því að það eru svo margir í bekknum og án þeirra er erfitt að halda ball. Skólastjórinn ákvað sem sagt að þeir ættu að skipuleggja ballið en það virðist ganga illa að bóka skemmtiatriði. Krakkarnir í C-bekknum voru margir einu sinni í D-bekknum en hættu þar af því þeir vildu hafa Frozen-þema á síðasta balli en D-bekkurinn var alveg harður á Monster High. Nokkrir þeirra vildu reyndar helst hafa Batman þema, en þessar stelpur fá einhvern veginn alltaf að ráða. Svo er það A-bekkurinn sem allir héldu að hefði hætt en svo mætti hann bara fyrsta daginn. Svaka hress. Þar eru ekkert rosalega margir og þeir vilja helst bara leika við krakkana í C-bekknum. Sérstaklega gaurinn sem er alltaf í sömu fötunum.Hinir bekkirnir B-bekkurinn var stærri en lenti í einhverjum vandræðum af því að einn í bekknum sagðist aldrei vera með nesti og fékk hjá hinum, en var svo alltaf með nesti. Sumum finnst bekkurinn ágætur eftir að það kom nýr formaður en vita aldrei alveg hvar þeir hafa hann. Sko, bekkinn, ekki formanninn. Sumir vilja alls ekki leika við neinn úr B-bekknum. Jafnvel þó að þau taki aðra vini með sér. P-bekkurinn er miklu stærri en hann var. Krakkarnir þar eru soltið óþekkir og eiginlega enginn af hinum bekkjunum vill leika við þá. Reyndar hafa krakkarnir í P-bekknum boðist til að koma bara á ballið, sjá kannski um sjoppuna og vera eiginlega ekkert fyrir, en hinir krakkarnir eru alls ekki vissir. Maður veit aldrei með þennan P-bekk. Svo vilja þau líka hafa ballið styttra en venjulega og það er ekkert gaman. En það er sagt að einn af þeim sé alveg sjúklega góður í reikningi. Næstum því allir fluttu úr hverfinu hjá S-bekknum. Þar er nýr strákur, sem kemur utan af landi, og er enn að læra að rata um skólann. Hann er mjög feiminn og vill helst ekki leika við neinn strax. En hann er mjög góður dansari. V-bekkurinn er næststærsti bekkurinn. Þar er skemmtilegasta stelpan en líka nokkrir svakalega frekir. Síðast þegar V-bekkurinn fékk að ráða átti að fara í rosalega skemmtilega skólaferð til Brussel en þá fóru nokkrir þeirra í fýlu þannig að það varð ekkert af ferðinni. Í þeirra bekk er líka einn sem er víst búinn að vera mjög lengi í skólanum. Það er ekki einfalt að koma þessu öllu saman í gott ball, sem segir okkur að það er ekki jafn einfalt og margir halda að vera kennari.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiriháttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt. Það er flókið að vera kennari. Ekki síst þegar kemur að hlutum fyrir utan kennsluna. Sérstaklega núna, þegar komnar eru reglur um að það megi ekki skilja útundan og alls konar eineltisáætlanir (sem eru alls ekki áætlanir um að leggja einhvern í einelti). Og það getur til dæmis verið mjög flókið að halda skólaball. Tökum bara dæmi af fullkomnu handahófi og um algjörlega ímyndaðan skóla sem er klárlega ekki til. Hvergi.Ólíkir bekkir D-bekkurinn er stærstur en sumum hinna krakkanna fannst hann svo leiðinlegur síðast að þau vilja helst ekki leika við hann. Þau segja að hann sé frekur og sé alltaf að reyna að hjálpa vinum sínum, sem eru í allt öðrum skóla. En það er líka vesen af því að það eru svo margir í bekknum og án þeirra er erfitt að halda ball. Skólastjórinn ákvað sem sagt að þeir ættu að skipuleggja ballið en það virðist ganga illa að bóka skemmtiatriði. Krakkarnir í C-bekknum voru margir einu sinni í D-bekknum en hættu þar af því þeir vildu hafa Frozen-þema á síðasta balli en D-bekkurinn var alveg harður á Monster High. Nokkrir þeirra vildu reyndar helst hafa Batman þema, en þessar stelpur fá einhvern veginn alltaf að ráða. Svo er það A-bekkurinn sem allir héldu að hefði hætt en svo mætti hann bara fyrsta daginn. Svaka hress. Þar eru ekkert rosalega margir og þeir vilja helst bara leika við krakkana í C-bekknum. Sérstaklega gaurinn sem er alltaf í sömu fötunum.Hinir bekkirnir B-bekkurinn var stærri en lenti í einhverjum vandræðum af því að einn í bekknum sagðist aldrei vera með nesti og fékk hjá hinum, en var svo alltaf með nesti. Sumum finnst bekkurinn ágætur eftir að það kom nýr formaður en vita aldrei alveg hvar þeir hafa hann. Sko, bekkinn, ekki formanninn. Sumir vilja alls ekki leika við neinn úr B-bekknum. Jafnvel þó að þau taki aðra vini með sér. P-bekkurinn er miklu stærri en hann var. Krakkarnir þar eru soltið óþekkir og eiginlega enginn af hinum bekkjunum vill leika við þá. Reyndar hafa krakkarnir í P-bekknum boðist til að koma bara á ballið, sjá kannski um sjoppuna og vera eiginlega ekkert fyrir, en hinir krakkarnir eru alls ekki vissir. Maður veit aldrei með þennan P-bekk. Svo vilja þau líka hafa ballið styttra en venjulega og það er ekkert gaman. En það er sagt að einn af þeim sé alveg sjúklega góður í reikningi. Næstum því allir fluttu úr hverfinu hjá S-bekknum. Þar er nýr strákur, sem kemur utan af landi, og er enn að læra að rata um skólann. Hann er mjög feiminn og vill helst ekki leika við neinn strax. En hann er mjög góður dansari. V-bekkurinn er næststærsti bekkurinn. Þar er skemmtilegasta stelpan en líka nokkrir svakalega frekir. Síðast þegar V-bekkurinn fékk að ráða átti að fara í rosalega skemmtilega skólaferð til Brussel en þá fóru nokkrir þeirra í fýlu þannig að það varð ekkert af ferðinni. Í þeirra bekk er líka einn sem er víst búinn að vera mjög lengi í skólanum. Það er ekki einfalt að koma þessu öllu saman í gott ball, sem segir okkur að það er ekki jafn einfalt og margir halda að vera kennari.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun