Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 12:04 Það var nóg að gera hjá Conor McGregor í gær. Vísir/Getty Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira