Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 11:00 Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27