Erlent

Óundirbúnir fyrir Brexit og með enga áætlun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mögulega verður áætlun ekki samþykkt á næstu sex mánuðum vegna deilna innan ríkisstjórnarinnar.
Mögulega verður áætlun ekki samþykkt á næstu sex mánuðum vegna deilna innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Bretlands býr ekki yfir heildstæðri áætlun varðandi Brexit, eða brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. Mögulega verður áætlun ekki samþykkt á næstu sex mánuðum vegna deilna innan ríkisstjórnarinnar.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hún vilji virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans og þar með hafið formlegt útgönguferli fyrir lok mars á næsta ári.

BBC hefur komið höndum yfir minnisblað frá ríkisstjórninni sem sýnir fram á áðurnefndar deilur og að útgönguferlið sjálft sé einstaklega flókið. Til að mynda er stjórnarráð Bretlands að vinna að 500 mismunandi verkefnum sem tengjast Brexit og mögulega þarf að ráða 30 þúsund manns til ráðuneytisins til að sinna þeim verkefnum.

Þá er talið að stór fyrirtæki og valdamiklir einstaklingar muni „haldið byssu að höfði ríkisstjórnarinnar“ til að ná fram því sem þeir vilja til að halda störfum og fjárfestingu sinni.

Chris Grayling, samgönguráðherra Bretlands, þvertekur fyrir að minnisblaðið sé raunverulegt og hafnar innihaldi þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×