Facebook fast í hringiðu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2016 11:30 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur þurft að kljást við ásakanir um að falskar fréttir í dreifingu á miðlinum hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg sagt það vera fráleitt að falskar fréttir á Facebook hafi haft áhrif á kosningarnar. Ljóst er að vefsvæði hafi verið stofnuð beinlínis til þess að hagnast á dreifingu falskra frétta á Facebook. Samkvæmt rannsókn Pew Research Center sækja um helmingur Bandaríkjamanna fréttir á Facebook.Sakaðir um aðgerðaleysi Nú virðist sem að Facebook hafi búið yfir getu til að koma í veg fyrir dreifingu slíkra frétta en ákvörðun hafi verið tekin um að gera það ekki. Samkvæmt heimildum Gizmodo myndi það hafa umtalsvert meiri áhrif á hægri sinnaða Bandaríkjamenn en þá sem hallast til vinstri.Facebook segir þessar fregnir þó rangar, án þess að svara spurningum Gizmodo beint. Fyrr á árinu sökuðu þingmenn Repúblikanaflokksins fyrirtækið um að gefa fréttum um málefni hægri sinnaðra ekki pláss á Facebook. Starfsmenn fyrirtækisins voru sakaðir um að velja fréttir sem þeim sjálfum þættu ásættanlegar í Trending topics svæði samfélagsmiðilsins.Facebook neitaði fyrir ásakanirnar og sagði svo 15-18 ristjórum Trending topics upp.Sagðir glíma við viljaleysiNew York Times birti grein um helgina þar sem deilan um Trending topics var sögð hafa dregið verulega úr vilja fyrirtækisins til að gera breytingar sem gætu leitt til þess að notendur drægu hlutdrægni Facebook í efa.Facebook hefur nú tekið til aðgerða vegna málsins sem og tæknirisinn Google, sem einnig hefur orðið fyrir gagnrýni vegna falskra frétta.Facebook hefur breytt reglum varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlinum. Til að draga úr auglýsingatekjum síða sem dreifa fölskum fréttum.Google lýsti því yfir í gær að komið verði í veg fyrir að síður sem að dreifa fölskum fréttum fái tekjur í gegnum auglýsingakerfi fyrirtækisins. Aðgerðir Google eru mun umfangsmeiri en aðgerðir Facebook.Rætt um ábyrgðarleysiBuzzfeed segir nú frá því að hópur starfsmanna Facebook hafi stofnað óformlegan vinnuhóp til að berjast gegn fölskum fréttum. Mikil umræða er sögð hafa átt sér stað meðal starfsmanna fyrirtækisins varðandi ábyrgð samfélagsmiðilsins og áhrif hans á kosningarnar. Einn starfsmaður fyrirtækisins segir það deginum ljósara að falskar fréttir hafi verið í mikilli dreifingu á Facebook í aðdraganda kosninganna. Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53 Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur þurft að kljást við ásakanir um að falskar fréttir í dreifingu á miðlinum hafi haft áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Sjálfur hefur Mark Zuckerberg sagt það vera fráleitt að falskar fréttir á Facebook hafi haft áhrif á kosningarnar. Ljóst er að vefsvæði hafi verið stofnuð beinlínis til þess að hagnast á dreifingu falskra frétta á Facebook. Samkvæmt rannsókn Pew Research Center sækja um helmingur Bandaríkjamanna fréttir á Facebook.Sakaðir um aðgerðaleysi Nú virðist sem að Facebook hafi búið yfir getu til að koma í veg fyrir dreifingu slíkra frétta en ákvörðun hafi verið tekin um að gera það ekki. Samkvæmt heimildum Gizmodo myndi það hafa umtalsvert meiri áhrif á hægri sinnaða Bandaríkjamenn en þá sem hallast til vinstri.Facebook segir þessar fregnir þó rangar, án þess að svara spurningum Gizmodo beint. Fyrr á árinu sökuðu þingmenn Repúblikanaflokksins fyrirtækið um að gefa fréttum um málefni hægri sinnaðra ekki pláss á Facebook. Starfsmenn fyrirtækisins voru sakaðir um að velja fréttir sem þeim sjálfum þættu ásættanlegar í Trending topics svæði samfélagsmiðilsins.Facebook neitaði fyrir ásakanirnar og sagði svo 15-18 ristjórum Trending topics upp.Sagðir glíma við viljaleysiNew York Times birti grein um helgina þar sem deilan um Trending topics var sögð hafa dregið verulega úr vilja fyrirtækisins til að gera breytingar sem gætu leitt til þess að notendur drægu hlutdrægni Facebook í efa.Facebook hefur nú tekið til aðgerða vegna málsins sem og tæknirisinn Google, sem einnig hefur orðið fyrir gagnrýni vegna falskra frétta.Facebook hefur breytt reglum varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlinum. Til að draga úr auglýsingatekjum síða sem dreifa fölskum fréttum.Google lýsti því yfir í gær að komið verði í veg fyrir að síður sem að dreifa fölskum fréttum fái tekjur í gegnum auglýsingakerfi fyrirtækisins. Aðgerðir Google eru mun umfangsmeiri en aðgerðir Facebook.Rætt um ábyrgðarleysiBuzzfeed segir nú frá því að hópur starfsmanna Facebook hafi stofnað óformlegan vinnuhóp til að berjast gegn fölskum fréttum. Mikil umræða er sögð hafa átt sér stað meðal starfsmanna fyrirtækisins varðandi ábyrgð samfélagsmiðilsins og áhrif hans á kosningarnar. Einn starfsmaður fyrirtækisins segir það deginum ljósara að falskar fréttir hafi verið í mikilli dreifingu á Facebook í aðdraganda kosninganna.
Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53 Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati stofnanda vinsælasta samfélagsmiðils sögunnar. 11. nóvember 2016 09:53
Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra Minningarborði til minningar um líf fólks á Facebook var óvart birtur um allan heim. 12. nóvember 2016 09:29