Kunnur kennari krítiserar Skrekk Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 11:14 Ragnar Þór hefur eitt og annað út á Skrekk að setja, til að mynda það að börn setji það í samhengi við að koma fram opinberlega þetta að þá fylki að það sé einhver sem sigrar og annar sem tapar. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“ Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“
Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30