UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2016 14:00 Nate Diaz og Conor McGregor börðust tvisvar sinnum og skiptu með sér sigrunum á árinu. vísir/getty UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00
Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27