Evrópumálin verði ekki forgangsmál á næsta kjörtímabili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 18:10 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira