Mannhatur að vopni Hildur Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Vonbrigðin voru mörgum mikil. Einhverjir fylltust hræðslu – urðu óttaslegnir og vonlitlir. Það sem fæsta hafði órað fyrir var orðið að veruleika. Nýr maður myndi taka við einu valdamesta embætti heims. Niðurstöður forsetakosninga Bandaríkjanna eru áhugaverðar fyrir margar sakir. Þær má greina frá fjölmörgum sjónarhornum. Það sem helst vekur óhug er þó sennilega eitt. Í kosningabaráttu sinni beitti Trump fjölmörgum brögðum. Með kosningaloforðum sínum svipti hann hulunni af ógnarstórum hópi þögulla kjósenda. Hann opnaði umræðu sem yfirleitt var þögguð. Hann varð talsmaður fólks sem sjaldan átti sér málsvara. Hann talaði fyrir mannhatri, vonandi gegn betri vitund, en svo víðtæku mannhatri að langflestar tegundir fordóma fundu samastað í herferð hans. Umræða nútímans er slík að tilteknum skoðunum er ávallt mætt með þöggun. Þær þykja ekki umræðu verðar. Með kjöri Trumps fékk hópur þögulla kjósenda sinn fulltrúa – fólk með skoðanir sem áður mátti ekki viðra. Í flestum rökræðum er enginn sannleikur. Bara mismunandi skoðanir. Ólík sjónarmið. Öll jafn rétthá með nákvæmlega sama vægi. Það á þó ekki við um tilefnislaust hatur gegn saklausu fólki. Slíkar skoðanir eiga aldrei rétt á sér. Valdsmenn mega aldrei hafa mannhatur að vopni. Það er skaðlegt fordæmi og hættuleg fyrirmynd. Vissulega má finna niðurstöðum kosninganna fjölmargar skýringar. Sú ógnvænlegasta hlýtur að vera mannhatrið. Fordómarnir og fáfræðin. Hatrið virðist eiga rætur svo víða að nauðsynlegt verður að uppræta. Það verður ekki gert með þöggun. Nú þarf að taka umræðuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun