Milljónasti flugfarþeginn á stystu áætlunarleið í heimi Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 13:06 Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mynd/orkney.com Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira