Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Samninganefnd ASÍ áréttar að kjararáð sé á ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar. Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir fólki misboðið. vísir/anton brink ASÍ kom saman til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin um launahækkunina til æðstu embættismanna fór vægast sagt illa í aðila vinnumarkaðsins og almenning í landinu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun, eins og kennarar, lögreglumenn, BSRB, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð og svona mætti lengi telja.Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent, laun ráðherra um 46 prósent og forseta Íslands um 29 prósent. ASÍ skoðaði einnig launaþróun þessa hóps frá því í mars 2013, til samræmis við SALEK-samkomulagið sem byggði á sameiginlegri launastefnu um 32 prósenta hækkun launa á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Þar má sjá að þingfararkaup hefur frá árinu 2013 hækkað um 471.000 krónur eða um 75 prósent, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 790.733 krónur, eða 64 prósent og laun annarra ráðherra um 713.667 krónur sem einnig er 64 prósenta hækkun. Mánaðarlaun forseta Íslands hafa á sama tímabili hækkað um 936.771 krónu eða 46 prósent. Til samanburðar hefur launavísitalan, sem gefur mynd af almennri launaþróun, hækkað um 29 prósent frá því í mars 2013 og lægstu laun um 27 prósent. „Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ,“ segir meðal annars í ályktun fundarins.„Úrskurður kjararáðs gengur þvert á þessa orðræðu og brýtur alvarlega gegn öllum skynsemisrökum. Það er ekkert réttlæti í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75 prósent á þremur árum á sama tíma og almenn laun í landinu hafa hækkað um 29 prósent. Ef nýkjörið Alþingi vill halda áfram samtali um stöðugleika og sátt á vinnumarkaði verður þingið að koma saman nú þegar og draga þessar hækkanir til baka. Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis,“ segir enn fremur. Fleiri hörmuðu ákvörðun kjararáðsins. Öryrkjabandalag Íslands skorar í harðorðri yfirlýsingu á nýja ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hafna hækkuninni. „Ótrúleg hækkun skýtur skökku við á meðan hópur fólks í landinu býr við fátækt, börn líða skort og fatlað fólk er fast heima hjá sér og hefur ekki tækifæri til samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Ákvörðunin hefur vakið sterk viðbrögð og reiði á meðal fjölda örorkulífeyrisþega.“ Þá krafðist stjórn VR að ákvörðun kjararáðs verði tafarlaust dregin til baka, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð sögðu að ákvörðunin stuðli að upplausn á vinnumarkaði og Landssamband lögreglumanna lýsti einnig furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
ASÍ kom saman til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin um launahækkunina til æðstu embættismanna fór vægast sagt illa í aðila vinnumarkaðsins og almenning í landinu. Flest öll hagsmunasamtök sendu frá sér yfirlýsingu og ályktun, eins og kennarar, lögreglumenn, BSRB, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð og svona mætti lengi telja.Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent, laun ráðherra um 46 prósent og forseta Íslands um 29 prósent. ASÍ skoðaði einnig launaþróun þessa hóps frá því í mars 2013, til samræmis við SALEK-samkomulagið sem byggði á sameiginlegri launastefnu um 32 prósenta hækkun launa á tímabilinu frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Þar má sjá að þingfararkaup hefur frá árinu 2013 hækkað um 471.000 krónur eða um 75 prósent, laun forsætisráðherra hafa hækkað um 790.733 krónur, eða 64 prósent og laun annarra ráðherra um 713.667 krónur sem einnig er 64 prósenta hækkun. Mánaðarlaun forseta Íslands hafa á sama tímabili hækkað um 936.771 krónu eða 46 prósent. Til samanburðar hefur launavísitalan, sem gefur mynd af almennri launaþróun, hækkað um 29 prósent frá því í mars 2013 og lægstu laun um 27 prósent. „Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skapa sátt á vinnumarkaði og leggja þannig grunn að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika. Flestir stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga hafa tekið undir þá ábyrgu sýn sem felst í breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og ítrekuðu hana m.a. í stjórnmálaumræðum á nýafstöðnu þingi ASÍ,“ segir meðal annars í ályktun fundarins.„Úrskurður kjararáðs gengur þvert á þessa orðræðu og brýtur alvarlega gegn öllum skynsemisrökum. Það er ekkert réttlæti í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75 prósent á þremur árum á sama tíma og almenn laun í landinu hafa hækkað um 29 prósent. Ef nýkjörið Alþingi vill halda áfram samtali um stöðugleika og sátt á vinnumarkaði verður þingið að koma saman nú þegar og draga þessar hækkanir til baka. Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis,“ segir enn fremur. Fleiri hörmuðu ákvörðun kjararáðsins. Öryrkjabandalag Íslands skorar í harðorðri yfirlýsingu á nýja ríkisstjórn og nýkjörna þingmenn að hafna hækkuninni. „Ótrúleg hækkun skýtur skökku við á meðan hópur fólks í landinu býr við fátækt, börn líða skort og fatlað fólk er fast heima hjá sér og hefur ekki tækifæri til samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Ákvörðunin hefur vakið sterk viðbrögð og reiði á meðal fjölda örorkulífeyrisþega.“ Þá krafðist stjórn VR að ákvörðun kjararáðs verði tafarlaust dregin til baka, Samtök atvinnulífsins og viðskiptaráð sögðu að ákvörðunin stuðli að upplausn á vinnumarkaði og Landssamband lögreglumanna lýsti einnig furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00