Bílskúrinn: Krassandi keppni í Mexíkó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. nóvember 2016 23:00 Menn fögnuðu eftir keppnina. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark og minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 19 stig þegar tvær keppnir eru eftir. Mannasiðir Mercedes manna, orðbragð Sebastian Vettel og aksturslag Max Verstappen koma fyrir í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Daniel Ricciardo fékk loksins verðlaunagripinn sinn.Vísir/GettyOrðbragð og aksturslag Sebastian Vettel Vettel fékk 10 sekúndna refsingu eftir að hafa að mati dómara keppninnar lokað harkalega á Daniel Ricciardo undir hemlun. Vettel var þegar búinn að fá þriðja sætis verðlaunin afhent, eftir að Verstappen ahfði fengið refsingu vegna þess að hann ók utan brautar til að forðast að tapa sæti sínu til Vettel. Ricciardo varð svo þriðji maðurinn til að verða í þriðja sæti í einni og söma keppninni. Vettel blótaði Charlie Whiting og Max Verstappen í sand og ösku í talstöðvakerfinu. Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari þurfti að biðja Vettel um að slaka á. Vettel mun sleppa við refsingu vegna orðbragðsins en fór á fund Charlie Whiting, yfirdómara í Formúlu 1 til að biðjast afsökunnar a ummælum sínum.Max Verstappen á brautinni í Mexíkó.Vísir/gettyAksturslag Max Verstappen Verstappen sagði eftir á að Vettel þyrfti að læra að verjast undir hemlun ef hann ætlaði að nota þá taktík. Svo virðist sem Verstappen geti vel haldið haus í viðtölum þegar mikil pressa er á honum. Þetta aksturslag sem Vettel sýndi hefur verið einskonar einkennismerki Verstappen og því afar skondið að hann skuli skjóta því að Vettel að hann þurfi að læra að framkvæma það. Hann benti Vettel á að fara aftur í skóla og læra mannasiði þegar hann heyrði af blótsyrðum Þjóðverjans. Verstappen tók eins og áður segir þá ákvörðun að fara yfir grasið á milli fyrstu og annarrar beygju til að verjast því að missa þriðja sætið til Vettel. Vettel fannst ásamt fleirum að hann ætti að láta sætið af hendi til sín. Verstappen var ósammála og hélt sínu þriðja sæti. Dómarar keppninnar voru hins vegar á öðru máli og ákváðu að veita Verstappen 5 sekúndna refsingu sem færði hann niður í fimmta sæti á þeim tíma. Hann hafnaði svo í fjórða sæti að endingu, eftir að Vettel hafði seinna fengið sína refsingu. Mercedes menn leiddu inn í fyrstu beygju, Hamilton með allt í lás.Vísir/GettyMannasiðir Mercedes manna Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru í fyrsta og öðru sæti í keppninni og voru svona að megninu til á auðum sjó. Mercedes liðið hins vegar sýndi góða mannasiði með því að láta ökumennina keppa, halda áfram og ekki gugna undan tilraun Vettel til að vinna keppnina. Hamilton læsti framdekki á leiðinni inn í fyrstu beygju eftir ræsingu og hefði gjarnan vilja skiðta því undan bílnum. Það hefði þó þýtt að hann hefði tapað stigum á Rosberg í keppninni og því kallaði liðið hann ekki inn á þjónustusvæðið. Mercedes menn leyfðu svo ökumönnum sínum að aka þá keppnisáætlun sem þurfti til þess að tryggja liðinu sigur og ökumönnum þess sem sanngjarnasta innri baráttu um heimsmeistaratitil ökumanna. Vel gert Mercedes!Hamilton var sáttur með keppnina í Mexíkó.Vísir/GettyGetur Hamilton orðið heimsmeistari Já er stutta svarið en flókna svarið er frekar; nei það er ólíklegt. Ef Rosberg vinnur næstu keppni í Brasilíu þá verður hann heimsmeistari, sama hvað Hamilton gerir. Raunar er staðan einfaldlega sú að ef Rosberg vinnur sér inn 7 stig eða meira í Brasilíu gagnvart Hamilton þá verður Rosberg heimsmeistari. Enda þá forskot hans meira en stigin sem fást fyrir að vinna og einungis ein keppni eftir. Staðreyndin er því sú að ef allt gengur eðlilega fyrir sig hjá Mercedes, þá verður Rosberg heimsmeistari. Ef hins vegar eitthvað kemur uppá hjá honum þá á Hamilton raunhæfa möguleika. Rosberg hefur hins vegar unnið síðustu tvö ár í Brasilíu svo hann kann klárlega vel við sig þar.Ætli Hamilton hafi hugsað... ég svíf.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Lewis Hamilton verður að teljast ökumaður dagsins að mati blaðamanns. Hann einfaldlega stjórnaði keppninni af mikilli yfirvegun og ók vel. Hann var að glíma við ofhitnandi pústkerfi megnið af keppninni sem honum tókst að tækla og hann gerði allt sem hann gat til að halda spennunni í heimsmeistaramótinu. Sebastian Vettel var kjörinn ökumaður dagsins af áhorfendum á Formula1.com. Hins vegar lauk þeirri kosningu áður en refsing hans kom til og því verður ekki mikið mark tekið á henni hér. Formúla Tengdar fréttir Ricciardo: Vettel á ekki skilið að vera á verðlaunapallinum Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg niður í 19 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna mexíkóska kappaksturinn. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. október 2016 22:00 Hamilton þjarmar að Rosberg | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriði mexíkóska kappakstursins sem fram fór um helgina. 31. október 2016 11:30 Lewis Hamilton vann í Mexíkó | Spennan eykst Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í mexíkóska kappakstrinum. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji í mark. 30. október 2016 20:47 Sebastian Vettel tapar þriðja sætinu Sebastian Vettel hefur tapað þriðja sætinu sem hann hlaut í mexíkóska kappakstrinum í gær. Hann fékk tíu sekúndna refsingu fyrir reikult aksturslag þegar hann varðist Daniel Ricciardo. 31. október 2016 12:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark og minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 19 stig þegar tvær keppnir eru eftir. Mannasiðir Mercedes manna, orðbragð Sebastian Vettel og aksturslag Max Verstappen koma fyrir í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Daniel Ricciardo fékk loksins verðlaunagripinn sinn.Vísir/GettyOrðbragð og aksturslag Sebastian Vettel Vettel fékk 10 sekúndna refsingu eftir að hafa að mati dómara keppninnar lokað harkalega á Daniel Ricciardo undir hemlun. Vettel var þegar búinn að fá þriðja sætis verðlaunin afhent, eftir að Verstappen ahfði fengið refsingu vegna þess að hann ók utan brautar til að forðast að tapa sæti sínu til Vettel. Ricciardo varð svo þriðji maðurinn til að verða í þriðja sæti í einni og söma keppninni. Vettel blótaði Charlie Whiting og Max Verstappen í sand og ösku í talstöðvakerfinu. Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari þurfti að biðja Vettel um að slaka á. Vettel mun sleppa við refsingu vegna orðbragðsins en fór á fund Charlie Whiting, yfirdómara í Formúlu 1 til að biðjast afsökunnar a ummælum sínum.Max Verstappen á brautinni í Mexíkó.Vísir/gettyAksturslag Max Verstappen Verstappen sagði eftir á að Vettel þyrfti að læra að verjast undir hemlun ef hann ætlaði að nota þá taktík. Svo virðist sem Verstappen geti vel haldið haus í viðtölum þegar mikil pressa er á honum. Þetta aksturslag sem Vettel sýndi hefur verið einskonar einkennismerki Verstappen og því afar skondið að hann skuli skjóta því að Vettel að hann þurfi að læra að framkvæma það. Hann benti Vettel á að fara aftur í skóla og læra mannasiði þegar hann heyrði af blótsyrðum Þjóðverjans. Verstappen tók eins og áður segir þá ákvörðun að fara yfir grasið á milli fyrstu og annarrar beygju til að verjast því að missa þriðja sætið til Vettel. Vettel fannst ásamt fleirum að hann ætti að láta sætið af hendi til sín. Verstappen var ósammála og hélt sínu þriðja sæti. Dómarar keppninnar voru hins vegar á öðru máli og ákváðu að veita Verstappen 5 sekúndna refsingu sem færði hann niður í fimmta sæti á þeim tíma. Hann hafnaði svo í fjórða sæti að endingu, eftir að Vettel hafði seinna fengið sína refsingu. Mercedes menn leiddu inn í fyrstu beygju, Hamilton með allt í lás.Vísir/GettyMannasiðir Mercedes manna Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru í fyrsta og öðru sæti í keppninni og voru svona að megninu til á auðum sjó. Mercedes liðið hins vegar sýndi góða mannasiði með því að láta ökumennina keppa, halda áfram og ekki gugna undan tilraun Vettel til að vinna keppnina. Hamilton læsti framdekki á leiðinni inn í fyrstu beygju eftir ræsingu og hefði gjarnan vilja skiðta því undan bílnum. Það hefði þó þýtt að hann hefði tapað stigum á Rosberg í keppninni og því kallaði liðið hann ekki inn á þjónustusvæðið. Mercedes menn leyfðu svo ökumönnum sínum að aka þá keppnisáætlun sem þurfti til þess að tryggja liðinu sigur og ökumönnum þess sem sanngjarnasta innri baráttu um heimsmeistaratitil ökumanna. Vel gert Mercedes!Hamilton var sáttur með keppnina í Mexíkó.Vísir/GettyGetur Hamilton orðið heimsmeistari Já er stutta svarið en flókna svarið er frekar; nei það er ólíklegt. Ef Rosberg vinnur næstu keppni í Brasilíu þá verður hann heimsmeistari, sama hvað Hamilton gerir. Raunar er staðan einfaldlega sú að ef Rosberg vinnur sér inn 7 stig eða meira í Brasilíu gagnvart Hamilton þá verður Rosberg heimsmeistari. Enda þá forskot hans meira en stigin sem fást fyrir að vinna og einungis ein keppni eftir. Staðreyndin er því sú að ef allt gengur eðlilega fyrir sig hjá Mercedes, þá verður Rosberg heimsmeistari. Ef hins vegar eitthvað kemur uppá hjá honum þá á Hamilton raunhæfa möguleika. Rosberg hefur hins vegar unnið síðustu tvö ár í Brasilíu svo hann kann klárlega vel við sig þar.Ætli Hamilton hafi hugsað... ég svíf.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Lewis Hamilton verður að teljast ökumaður dagsins að mati blaðamanns. Hann einfaldlega stjórnaði keppninni af mikilli yfirvegun og ók vel. Hann var að glíma við ofhitnandi pústkerfi megnið af keppninni sem honum tókst að tækla og hann gerði allt sem hann gat til að halda spennunni í heimsmeistaramótinu. Sebastian Vettel var kjörinn ökumaður dagsins af áhorfendum á Formula1.com. Hins vegar lauk þeirri kosningu áður en refsing hans kom til og því verður ekki mikið mark tekið á henni hér.
Formúla Tengdar fréttir Ricciardo: Vettel á ekki skilið að vera á verðlaunapallinum Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg niður í 19 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna mexíkóska kappaksturinn. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. október 2016 22:00 Hamilton þjarmar að Rosberg | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriði mexíkóska kappakstursins sem fram fór um helgina. 31. október 2016 11:30 Lewis Hamilton vann í Mexíkó | Spennan eykst Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í mexíkóska kappakstrinum. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji í mark. 30. október 2016 20:47 Sebastian Vettel tapar þriðja sætinu Sebastian Vettel hefur tapað þriðja sætinu sem hann hlaut í mexíkóska kappakstrinum í gær. Hann fékk tíu sekúndna refsingu fyrir reikult aksturslag þegar hann varðist Daniel Ricciardo. 31. október 2016 12:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Ricciardo: Vettel á ekki skilið að vera á verðlaunapallinum Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg niður í 19 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna mexíkóska kappaksturinn. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. október 2016 22:00
Hamilton þjarmar að Rosberg | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriði mexíkóska kappakstursins sem fram fór um helgina. 31. október 2016 11:30
Lewis Hamilton vann í Mexíkó | Spennan eykst Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í mexíkóska kappakstrinum. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji í mark. 30. október 2016 20:47
Sebastian Vettel tapar þriðja sætinu Sebastian Vettel hefur tapað þriðja sætinu sem hann hlaut í mexíkóska kappakstrinum í gær. Hann fékk tíu sekúndna refsingu fyrir reikult aksturslag þegar hann varðist Daniel Ricciardo. 31. október 2016 12:30