Facebook birti fínasta ársfjórðungsuppgjör og hlutabréfin falla í verði Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 23:45 Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri og stofnandi Facebook. Vísir/GETTY Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga. Tækni Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Facebook birti í dag ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung en hlutabréf fyrirtækisins féllu í kjölfarið um 7,7 prósent. Þrátt fyrir að uppgjörið hafi komið vel út og hagnaður fyrirtækisins, sem og vöxtur hafi verið fram úr spám greinenda. Fjármálastjóri Facebook sagði í dag að líklegast myndi hægja á vexti fyrirtækisins á næsta fjórðungi vegna takmarkanna á auglýsingum sem hægt sé að birta. Facebook vilji passa að þær fari ekki í taugarnar á notendum sínum og því sé ekki hægt að hafa þær of margar. Þá tilkynnti hann einnig að fyrirtækið myndi eiga í miklum fjárfestingum á næsta fjórðungi, sem mun dragar úr hagnaði þess, til skamms tíma. Mark Zucerkberg birti meðfylgjandi myndband á Facebooksíðu sinni nú í kvöld. Facebook hefur einblýnt á að fjölga myndböndum á miðli sínum og frá því í maí hefur beinum útsendinum á Facebook fjölgað um 400 prósent.Hægt er að sjá glærukynningu og hlusta á símafund forsvarsmanna Facebook við fjárfesta hér. Virkum notendum Facebook hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á þriðja ársfjórðungi voru tæplega 1,2 milljarður manna sem notaði Facebook á hverjum degi og þar af rétt rúmlega milljarður fór á Facebook í gegnum síma. Virkir notendur á mánuði eru 1,8 milljarður manna. Þá hafa tekjur Facebook einnig aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Lang mestar tekjur fyrirtækins koma til vegna auglýsinga. Af rúmum sjö milljörðum dala á ársfjórðunginum voru einungis 195 milljónir sem eru ekki til komnar vegna auglýsinga.
Tækni Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira