„Græni liturinn er dálítið dularfullur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2016 14:34 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy og Óttarr Proppé, öll í grænu. Vísir „Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
„Ég tók eftir þessu líka,“ segir Heiðar Jónsson snyrtir spurður út í val leiðtoga stjórnmálaflokkanna á grænum klæðnaði nú þegar þeir ræðast við vegna mögulegrar stjórnarmyndunar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk í gær stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og tók í kjölfarið á móti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn í gær.Heiðar Jónsson.Vísir/StefánÍ morgun mætti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, til fundar við Bjarna í ráðherrabústaðnum klædd í grænar buxur. Bjarni sást skömmu síðar klæddur grænni peysu, sem og Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Þá hefur grænn jakki Óttarrs Proppé, formanns Bjartar framtíðar, vakið mikla athygli. Heiðar segist í samtali við Vísi hafa tekið eftir þessu litavali, en hann segir græna litinn vera í tísku nú í haust. „Þetta er einn af litunum sem er inni og ég held að það hitti bara þannig á,“ segir Heiðar. Hann segir Katrínu hafa notað þennan lit áður. „Þetta er því ekki nýtt hjá henni.“ Varðandi Óttarr, þá segir Heiðar þennan græna jakka vera af sama litarhætti og karrýguli jakkinn sem hann var áður svo þekktur fyrir að klæðast. „Þannig að hann er að halda sig í sínu. Þetta eru litir sem passa vel saman.“ Heiðar segist ekki muna til þess að hafa séð Bjarna Benediktsson áður í svona lit. „En hann er tískumógúll. Það væri alveg ráðlagt fyrir tískuherrana að hafa hann sem fyrirmynd. Hann fylgist mjög vel með.“ Grænn er litur náttúrunnar, getur táknað vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi og hefur sterka samsvörun við öryggi. Heiðar bendir einnig á að það sé nokkuð merkilegt við græna litinn því hann sé í raun lykillitur. „Hann er hvorki heitur né kaldur, hann er bæði. Þannig að hann gefur ekki upp mikið, á jákvæðan máta. Græni liturinn er dálítið dularfullur. Hann er því eðlilegur við þessar aðstæður því hann talar ekki af sér.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13 Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12 Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. 3. nóvember 2016 12:13
Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við alla formenn þeirra flokka sem eiga þingmenn á Alþingi. Forseti Íslands gefur formanninum nokkra daga áður en hann þarf að upplýsa um gang viðræðna. 3. nóvember 2016 07:00
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Píratar funda með Bjarna Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy mættu til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum núna klukkan 13. 3. nóvember 2016 13:12
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05