Pundið styrkist vegna óvissu um Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2016 19:15 Liam Fox viðskiptaráðherra Bretlands segir stefnu ríkisstjórnarinnar óbreytta. Vísir/AFP Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er í uppnámi og ríkisstjórn landsins hefur orðið fyrir áfalli eftir að dómstóll á Englandi úrskurðaði í dag að breska þingið verði að samþykkja úrsögnina. Þetta getur valdið miklum töfum á úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Úrskurður Hæstaréttar Englands er talið vera áfall fyrir Theresu May forsætisráðherra Bretlands en ríkisstjórn hennar hafði stefnt að því að virkja 50. grein Lissabonsáttmála um úrsögn úr Evrópusambandinu í mars á næsta ári. Þar með hæfist tveggja ára úrsagnarferli Breta úr sambandinu. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Yfirréttar Bretlands en málsmeðferðin þar gæti tekið langan tíma. Liam Fox viðskiptaráðherra Bretlands segir stefnu ríkisstjórnarinnar óbreytta. „Ríkisstjórn er staðráðin í að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsluna um úrsögn frá því í júní. Þessi úrskurður vekur áríðandi og flókin lögfræðileg álitaefni sem er rétt að við skoðum vandlega áður en við ákveðum hvernig staðið verður að úrsögninni,“ sagði Fox á breska þinginu í dag. Niðurstaða Hæstaréttar Englands er mikill sigur fyrir Gina Miller, frumherja og fjárfesti, sem farið hefur fyrir hópi þeirra sem krefjast þess að úrsögnin sé rædd við Skota, Walesbúa og stjórnvöld á Norður Írlandi og að breska þingið taki úrsögnina fyrir og greiði um hana atkvæði. Annað væri brot á stjórnarskrá Bretlands. Ríkisstjórnin hefur hins vegar vísað til alda gamlar konunglegrar tilskipunar um að ríkisstjórnin geti gert og slitið alþjóðlegum samningum. Gina Miller segir úrskurðinn mikinn sigur. „Þetta snýst um að úrsögnin verði byggð á eins traustum grunni og hægt er. Þetta snýst ekki um ákvörðun ríkisstjórnar um að vera eða vera ekki í Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram sína áætlun. Þetta lýtur að ferli ekki pólitík,“ sagði Miller eftir að úrskurðinn var kveðinn upp. David Green lögmaður þeirra sem kærðu úrsagnarferlið til Hæstaréttar Englands segist aldrei hafa dregið vilja Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn í júní í efa. Hann hafi sjálfur greitt atkvæði með úrsögn til að færa vald frá Evrópu til breska þingsins. „En það hvarflaði ekki að mér að ríkisstjórnin gæti sniðgengið þingið og þannig tekið lagalegan rétt af mér án þess að þingið yrði haft með í ráðum,“ sagði Green. Úrskurðurinn fæli því í sér mikinn sigur fyrir fullveldi þingsins í Bretlandi. Pundið styrktist aðeins í dag eftir að úrskurðurinn lá fyrir en víst er að önnur ríki Evrópusambandsins eru farin bera í víurnar við fólk og fyrirtæki í Bretlandi. Forsætisráðherra Frakklands hefur til að mynda stofnað átaksverkefni til að vekja athygli á París. Ross MacInnes sérlegur sendiherra verkefnisins og sendinefnd hans voru með kynningu í Lundúnum í dag. „Við erum hér til að mæla fyrir okkar möguleikum, til að sýna fram á hvað París hefur upp á að bjóða. Sem er stórt hagkerfi, raunverulegt hagkerfi, vistkerfi fólks sem er samkeppnishæft, vel menntað og búið þeim hæfileikum sem hafa gert Lundúnir að leiðandi fjármálamiðstöð,“ sagði MacInnes. Brexit Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er í uppnámi og ríkisstjórn landsins hefur orðið fyrir áfalli eftir að dómstóll á Englandi úrskurðaði í dag að breska þingið verði að samþykkja úrsögnina. Þetta getur valdið miklum töfum á úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Úrskurður Hæstaréttar Englands er talið vera áfall fyrir Theresu May forsætisráðherra Bretlands en ríkisstjórn hennar hafði stefnt að því að virkja 50. grein Lissabonsáttmála um úrsögn úr Evrópusambandinu í mars á næsta ári. Þar með hæfist tveggja ára úrsagnarferli Breta úr sambandinu. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Yfirréttar Bretlands en málsmeðferðin þar gæti tekið langan tíma. Liam Fox viðskiptaráðherra Bretlands segir stefnu ríkisstjórnarinnar óbreytta. „Ríkisstjórn er staðráðin í að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsluna um úrsögn frá því í júní. Þessi úrskurður vekur áríðandi og flókin lögfræðileg álitaefni sem er rétt að við skoðum vandlega áður en við ákveðum hvernig staðið verður að úrsögninni,“ sagði Fox á breska þinginu í dag. Niðurstaða Hæstaréttar Englands er mikill sigur fyrir Gina Miller, frumherja og fjárfesti, sem farið hefur fyrir hópi þeirra sem krefjast þess að úrsögnin sé rædd við Skota, Walesbúa og stjórnvöld á Norður Írlandi og að breska þingið taki úrsögnina fyrir og greiði um hana atkvæði. Annað væri brot á stjórnarskrá Bretlands. Ríkisstjórnin hefur hins vegar vísað til alda gamlar konunglegrar tilskipunar um að ríkisstjórnin geti gert og slitið alþjóðlegum samningum. Gina Miller segir úrskurðinn mikinn sigur. „Þetta snýst um að úrsögnin verði byggð á eins traustum grunni og hægt er. Þetta snýst ekki um ákvörðun ríkisstjórnar um að vera eða vera ekki í Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram sína áætlun. Þetta lýtur að ferli ekki pólitík,“ sagði Miller eftir að úrskurðinn var kveðinn upp. David Green lögmaður þeirra sem kærðu úrsagnarferlið til Hæstaréttar Englands segist aldrei hafa dregið vilja Breta í þjóðaratkvæðagreiðslunni um úrsögn í júní í efa. Hann hafi sjálfur greitt atkvæði með úrsögn til að færa vald frá Evrópu til breska þingsins. „En það hvarflaði ekki að mér að ríkisstjórnin gæti sniðgengið þingið og þannig tekið lagalegan rétt af mér án þess að þingið yrði haft með í ráðum,“ sagði Green. Úrskurðurinn fæli því í sér mikinn sigur fyrir fullveldi þingsins í Bretlandi. Pundið styrktist aðeins í dag eftir að úrskurðurinn lá fyrir en víst er að önnur ríki Evrópusambandsins eru farin bera í víurnar við fólk og fyrirtæki í Bretlandi. Forsætisráðherra Frakklands hefur til að mynda stofnað átaksverkefni til að vekja athygli á París. Ross MacInnes sérlegur sendiherra verkefnisins og sendinefnd hans voru með kynningu í Lundúnum í dag. „Við erum hér til að mæla fyrir okkar möguleikum, til að sýna fram á hvað París hefur upp á að bjóða. Sem er stórt hagkerfi, raunverulegt hagkerfi, vistkerfi fólks sem er samkeppnishæft, vel menntað og búið þeim hæfileikum sem hafa gert Lundúnir að leiðandi fjármálamiðstöð,“ sagði MacInnes.
Brexit Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24