Í viðtali við bardagafréttasíðuna MMAJunkie segir írski MMA-þjálfarinn að Gunnar sé nú þegar mættur aftur til æfinga en hann meiddist illa á sýningaræfingu þegar hann var að kynna bardagann gegn Dong á Írlandi í síðasta mánuði.
Sjá einnig:Gunnar Nelson: „Ég var alveg niðurbrotinn“
Þrátt fyrir að Gunnar sé ekki búinn að fá grænt ljós frá læknum að byrja að æfa á fullu segir Kavanagh að hann nálgist sitt besta stand og geti því líklega barist aftur fyrr heldur en seinna.
Kavanagh segir að það styttist í að Gunnar verði 100 prósent heill og að þeir vonist til að hann fái að berjast snemma á árinu 2017. Enn fremur vilja þeir helst að UFC haldi sig við bardagann sem þurfti að aflýsa en Gunnar er áhugasamur um að mæta Dong sem er í áttunda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar.
„Hann er nánast alveg klár og byrjaður að æfa. Ég er að vonast eftir því að UFC setji bardagann á dagskrá snemma á árinu 2017 en við þurfum að bíða eftir þeirra úrskurði um þetta,“ segir John Kavanagh.