Lífið

George R.R. Martin um úrslitin: „Veturinn er að koma“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
George R.R. Martin er heilinn á bakvið Game of Thrones veldið.
George R.R. Martin er heilinn á bakvið Game of Thrones veldið. Vísir/Getty
George R.R. Martin, höfundur Game of Thrones bókanna, tjáði sig um úrslit forsetakosninganna í dag á LiveJournal síðu sinni. Óhætt er að segja að höfundurinn ástsæli sé frekar myrkur í máli.

„Bandaríkin hafa talað,“ skrifar hann.

„Ég hélt í alvörunni að við værum betri en þetta. Greinilega ekki. Trump var minnst hæfi frambjóðandi sem stóru flokkarnir hafa nokkurn tíman boðið fram til forseta. Í janúar verður hann versti forseti í sögu Bandaríkjanna og hættulega óstöðugur á alþjóðasviðinu. Demókratarnir sem guldu afhröð, eru í minnihluta á þinginu og öldungadeildinni, hafa ekki vald til að stöðva hann. Á næstu fjórum árum munu vandamál okkar verða mun, mun verri.“

Martin lauk færslu sinni svo með vísan í bækurnar sínar sívinsælu.

„Veturinn er að koma. Ég sagði ykkur það.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.