Ekki horfa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 00:00 Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aleppo. Mosul. Jemen. Drukknuð börn í Miðjarðarhafinu. Það er föstudagur og þungt yfir mér. Ógnvænlegt ástand hefur verið að byggjast upp í norðurhluta Nígeríu og löndunum í kring. Vannærð börn eru í lífshættu. Fullt af þeim. Það óhugnanlega er að venjulega láta vannærð börn lífið af orsökum tengdum vannæringu, s.s. lungnabólgu, malaríu og niðurgangspestum. En nú er staðan svo slæm að sums staðar í Borno-héraði svelta þau til dauða. Þótt hungursneyð hafi ekki enn verið formlega lýst yfir er hlutfall barna með alvarlega bráðavannæringu á pari við það sem sást í sumum héruðum í Sómalíu í hungursneyðinni árið 2011. Svo há tala sést nánast aldrei í heiminum. Hálf milljón barna í fjórum ríkjum er í lífshættu. Þetta er þögul neyð sem nánast enginn veit um. Ég fyllist vanmætti. Hvað á ég að gera með þetta, hver hefur heyrt um Borno?! Allt í einu get ég ekki meira af óhugnanlegum myndum af börnum sem þjást. Hristi mig svo til. Ef við gætum veitt öllum þeim börnum í Borno sem þjást af vannæringu meðferð væri hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra. Það er rosalegt.Myndir á Facebook Þess vegna viljum við hjá UNICEF á Íslandi núna segja þetta: Ekki horfa … hjálpaðu. Við sýnum því skilning að margir eru orðnir ónæmir fyrir hörmungum í fréttum og á samfélagsmiðlum. Það þarf ekki að horfa á myndir á Facebook af illa höldnum vannærðum börnum til að veita hjálp. Það er líka hægt að treysta hjálparsamtökum eins og UNICEF til að gera allt sem þau geta til að bjarga lífi barnanna. UNICEF vinnur dag og nótt í Sýrlandi og í yfir 190 öðrum löndum við að hjálpa börnum. Í dag hefjum við neyðarsöfnun vegna barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum. Fyrir sms-ið BARN í númerið 1900 er til dæmis hægt að útvega barni meðferð gegn vannæringu í heila viku. Þú þarft ekki að horfa en þú getur hjálpað. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun