Ný lægð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. október 2016 08:00 Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins er eins og ný lægð sem þokast suð-suð-vestur af landinu – rigning í grennd. Hann er eins og lögmál sem engu verður breytt um. Og samt var þetta enginn sigur. Og það er ekkert lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn – það þarf bara að skipuleggja sig vel gegn honum. Sigur Sjálfstæðismanna er fyrst og fremst á skoðanakönnunum. En þeim tókst samt ekki að mjaka sér yfir 30 prósenta mörkin. Sögulega er það lágmarkshæð flokksins. Sigurinn helgast af sundrungu vinstri manna. Hefðbundið fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina jafnan verið nær 40 prósentum og sárasjaldan undir 30, raunar bara eftir Hrun og þegar Albert Guðmundsson og Borgaraflokkurinn bauð fram árið 1987. Þá fékk flokkurinn rúm 27 prósent en Albert og félagar fengu rúm 10 prósent. Hulduhersfylgið endurheimti svo Davíð Oddsson í næstu kosningum á eftir – og ginnti kratana með sér út í Viðey – bætti svo enn um betur þar á eftir og var kominn yfir 40 prósent undir aldamótin og fékk þar með fullt umboð til að koma hér á eftirlitslausum óðakapítalisma með Framsókn, Kárahnjúkavirkjun, FL-group og Hruni. Það var sem sé alveg viss ástæða fyrir hugmyndinni um að vinstri menn ættu að sameina krafta sína í einum stórum flokki jafnaðarmanna – þó að allir virðist búnir að gleyma því nú. Árið 2003, þegar Össur var formaður og Ingibjörg Sólrún í baráttusætinu í Reykjavík, fékk Samfylkingin 31 prósent fylgi svo að stórlega veiklaður Davíð hrökklaðist úr hásæti sínu þó stjórn hans sæti að vísu enn … Samfylkingin bar ekki gæfu til að ávaxta vel þetta pund.Panama-pamfílarAf ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni, og svo eindregið að vandséð er að flokkurinn eigi sér viðreisnar von. Svona kann þetta að líta út með gests augum: Ráðherrar ríkisstjórnarinnar – Panama-pamfílarnir – verða uppvísir að því að eiga leynireikninga kringum mis ljósfælið fjármálavafstur; boðað er til kosninga: Panama-pamfílar eru kosnir á þing á ný en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn þurrkast út. Var þá stjórnarandstöðuflokkurinn í Panamaskjölunum? spyr þá ófróður gestur. Að vísu ekki, er svarið. Nú nú, hvað er að ske? er enn spurt og svaranda vefst kannski tunga um tönn. Ja sko – gæti hann sagt: enn spyrðu vel; Íslendingar eru hænsn ... En það er ekki satt. Fólk er ekki fífl, heldur hugsar kalt og yfirvegað um sig og sína. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins töldu sig einfaldlega ekki fá raunhæfan valkost við hann; og hugmyndin um allsherjar endurræsingu Íslands hjá Pírötum gæti hafa hrakið ýmsa í þann faðm. Pólitík er aldrei sanngjörn. Við eigum eftir að velta fyrir okkur ráðgátunni um afhroð Samfylkingar – við þurfum að gera það – en Oddnýju Harðardóttur verður ekki kennt um það, þó að hún eigi eflaust eftir að segja af sér sem formaður. Hún stóð sig vel í kosningabaráttunni, var málefnaleg og manneskjuleg en atkvæðalítil – varla nokkur sem heyrði í henni. Ég er ekki heldur viss um að þarna sé við Árna Pál að sakast. Eða aðra einstaklinga. Þetta á sér dýpri rætur en svo. Eitt er að vinstri mönnum líður ekki vel í einum stórum flokki – þeir eru of miklir einstaklingshyggjumenn til að geta unað sér til lengdar í flokki sem hefur um og yfir þrjátíu prósenta fylgi. Þeir eru vanir hægindum smáflokksins – vilja vera „í sinn hóp“. Stundum er talað um að frumskylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liði sínu saman, með góðu og illu. Einhvern veginn hefur maður ekki skynjað þá hugsun hjá forystu Samfylkingarinnar; það var eins og allir ypptu öxlum hálfgeispandi yfir því þegar Björt framtíð var stofnuð kringum sömu stefnu og Samfylkingin hefur og létu sér vel líka þegar Píratar létu greipar sópa um hefðbundin stefnumál SF. Samt var það sjálf forsendan fyrir tilveru Samfylkingar að þar störfuðu saman ólíkir hópar, ólíkir, jafnvel þrasgjarnir, armar með ólík sjónarmið, en sameiginlegar hugsjónir um jöfnuð, frelsi, mannúð og félagshyggju. Einhvers staðar gleymdist þetta; það stóð aldrei til að Samfylkingin yrði Alþýðuflokkurinn. Hvað þá Þjóðvaki. Kannski fór Samfylkingin að trúa því sjálf að hún væri lítill krataflokkur þegar hún álpaðist í stjórn með íhaldinu 2007 og gerðist á elleftu stundu ábekingur Hrunsins. En annaðhvort er Samfylkingin flokkur með þrjátíu prósenta fylgi – bandalag ólíkra hópa – eða hún á sér engan tilverugrundvöll. Þannig er komið fyrir henni nú, hún er ekki einu sinni Alþýðuflokkurinn - hún er þarna lengst niðri hjá öfgahópunum sem eru þeim viljugri að kenna sig við fylkingu sem fylgið er minna … Vg er sigurvegarinn á vinstri vængnum – aftur miðað við skoðanakannanir. Og ekki bara úr kosningunum heldur líka úr sjálfri baráttunni, hvernig málflutningurinn var, samkvæmur sér, hófsamur og trúverðugur. Flokkurinn er reyndar með fylgi sem þótt hefði afhroð hjá Samfylkingu á meðan hún var og hét, en gott og vel: undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur Vg á sér góðan svip; gott ef þau eru ekki hreinlega nútímalegir jafnaðarmenn, sem táknar allt annað nú á dögum en það gerði á mektarárum Blairismans, sem lék Samfylkinguna svo grátt. Því verður ekki trúað að Vg fari í banvænan faðm Sjálfstæðisflokksins, en hitt er spurning dagsins: Á ríkisstjórnin sér viðreisnar von?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins er eins og ný lægð sem þokast suð-suð-vestur af landinu – rigning í grennd. Hann er eins og lögmál sem engu verður breytt um. Og samt var þetta enginn sigur. Og það er ekkert lögmál að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn – það þarf bara að skipuleggja sig vel gegn honum. Sigur Sjálfstæðismanna er fyrst og fremst á skoðanakönnunum. En þeim tókst samt ekki að mjaka sér yfir 30 prósenta mörkin. Sögulega er það lágmarkshæð flokksins. Sigurinn helgast af sundrungu vinstri manna. Hefðbundið fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina jafnan verið nær 40 prósentum og sárasjaldan undir 30, raunar bara eftir Hrun og þegar Albert Guðmundsson og Borgaraflokkurinn bauð fram árið 1987. Þá fékk flokkurinn rúm 27 prósent en Albert og félagar fengu rúm 10 prósent. Hulduhersfylgið endurheimti svo Davíð Oddsson í næstu kosningum á eftir – og ginnti kratana með sér út í Viðey – bætti svo enn um betur þar á eftir og var kominn yfir 40 prósent undir aldamótin og fékk þar með fullt umboð til að koma hér á eftirlitslausum óðakapítalisma með Framsókn, Kárahnjúkavirkjun, FL-group og Hruni. Það var sem sé alveg viss ástæða fyrir hugmyndinni um að vinstri menn ættu að sameina krafta sína í einum stórum flokki jafnaðarmanna – þó að allir virðist búnir að gleyma því nú. Árið 2003, þegar Össur var formaður og Ingibjörg Sólrún í baráttusætinu í Reykjavík, fékk Samfylkingin 31 prósent fylgi svo að stórlega veiklaður Davíð hrökklaðist úr hásæti sínu þó stjórn hans sæti að vísu enn … Samfylkingin bar ekki gæfu til að ávaxta vel þetta pund.Panama-pamfílarAf ísköldu miskunnarleysi höfnuðu kjósendur nú Samfylkingunni, og svo eindregið að vandséð er að flokkurinn eigi sér viðreisnar von. Svona kann þetta að líta út með gests augum: Ráðherrar ríkisstjórnarinnar – Panama-pamfílarnir – verða uppvísir að því að eiga leynireikninga kringum mis ljósfælið fjármálavafstur; boðað er til kosninga: Panama-pamfílar eru kosnir á þing á ný en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn þurrkast út. Var þá stjórnarandstöðuflokkurinn í Panamaskjölunum? spyr þá ófróður gestur. Að vísu ekki, er svarið. Nú nú, hvað er að ske? er enn spurt og svaranda vefst kannski tunga um tönn. Ja sko – gæti hann sagt: enn spyrðu vel; Íslendingar eru hænsn ... En það er ekki satt. Fólk er ekki fífl, heldur hugsar kalt og yfirvegað um sig og sína. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins töldu sig einfaldlega ekki fá raunhæfan valkost við hann; og hugmyndin um allsherjar endurræsingu Íslands hjá Pírötum gæti hafa hrakið ýmsa í þann faðm. Pólitík er aldrei sanngjörn. Við eigum eftir að velta fyrir okkur ráðgátunni um afhroð Samfylkingar – við þurfum að gera það – en Oddnýju Harðardóttur verður ekki kennt um það, þó að hún eigi eflaust eftir að segja af sér sem formaður. Hún stóð sig vel í kosningabaráttunni, var málefnaleg og manneskjuleg en atkvæðalítil – varla nokkur sem heyrði í henni. Ég er ekki heldur viss um að þarna sé við Árna Pál að sakast. Eða aðra einstaklinga. Þetta á sér dýpri rætur en svo. Eitt er að vinstri mönnum líður ekki vel í einum stórum flokki – þeir eru of miklir einstaklingshyggjumenn til að geta unað sér til lengdar í flokki sem hefur um og yfir þrjátíu prósenta fylgi. Þeir eru vanir hægindum smáflokksins – vilja vera „í sinn hóp“. Stundum er talað um að frumskylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liði sínu saman, með góðu og illu. Einhvern veginn hefur maður ekki skynjað þá hugsun hjá forystu Samfylkingarinnar; það var eins og allir ypptu öxlum hálfgeispandi yfir því þegar Björt framtíð var stofnuð kringum sömu stefnu og Samfylkingin hefur og létu sér vel líka þegar Píratar létu greipar sópa um hefðbundin stefnumál SF. Samt var það sjálf forsendan fyrir tilveru Samfylkingar að þar störfuðu saman ólíkir hópar, ólíkir, jafnvel þrasgjarnir, armar með ólík sjónarmið, en sameiginlegar hugsjónir um jöfnuð, frelsi, mannúð og félagshyggju. Einhvers staðar gleymdist þetta; það stóð aldrei til að Samfylkingin yrði Alþýðuflokkurinn. Hvað þá Þjóðvaki. Kannski fór Samfylkingin að trúa því sjálf að hún væri lítill krataflokkur þegar hún álpaðist í stjórn með íhaldinu 2007 og gerðist á elleftu stundu ábekingur Hrunsins. En annaðhvort er Samfylkingin flokkur með þrjátíu prósenta fylgi – bandalag ólíkra hópa – eða hún á sér engan tilverugrundvöll. Þannig er komið fyrir henni nú, hún er ekki einu sinni Alþýðuflokkurinn - hún er þarna lengst niðri hjá öfgahópunum sem eru þeim viljugri að kenna sig við fylkingu sem fylgið er minna … Vg er sigurvegarinn á vinstri vængnum – aftur miðað við skoðanakannanir. Og ekki bara úr kosningunum heldur líka úr sjálfri baráttunni, hvernig málflutningurinn var, samkvæmur sér, hófsamur og trúverðugur. Flokkurinn er reyndar með fylgi sem þótt hefði afhroð hjá Samfylkingu á meðan hún var og hét, en gott og vel: undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur Vg á sér góðan svip; gott ef þau eru ekki hreinlega nútímalegir jafnaðarmenn, sem táknar allt annað nú á dögum en það gerði á mektarárum Blairismans, sem lék Samfylkinguna svo grátt. Því verður ekki trúað að Vg fari í banvænan faðm Sjálfstæðisflokksins, en hitt er spurning dagsins: Á ríkisstjórnin sér viðreisnar von?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun