Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 31. október 2016 22:34 Kjararáð hefur hækkað laun alþingismanna um 45 prósent. vísir/eyþór Kjararáð hefur hækkað þingfararkaup alþingismanna um 45 prósent, eða tæpar 340 þúsund krónur á mánuði, en hækkunin tók gildi í gær. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Laun ráðherra og forseta Íslands hækkuðu að sama skapi.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna verða í samræmi við breytingar kjararáðs. Eftirlaun alþingismanna nema 3 prósentum af heildarlaunum þeirra fyrir hvert ár sem þeir sátu á þingi. Þeir þingmenn sem eiga rétt á eftirlaunum þurfa að vera sextíu ára eða eldri þegar þeir láta af störfum eða 65 ára, hafi þeir látið af störfum fyrr. Biðlaun alþingismanna hækka einnig í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þeir alþingismenn sem taka ekki sæti á nýkjörnu þingi munu því njóta góðs af hækkuninni. Alþingismenn sem hafa setið eitt kjörtímabil getur þegið biðlaun í allt að þrjá mánuði en alþingismenn sem hafa setið tvö kjörtímabil eða fleiri eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem ákveðið er af kjararáði og nema þau því 1,1 milljón króna á mánuði. Forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna. Eftirlaun forseta nema 60 prósentum af mánaðarlaunum hafi hann setið eitt kjörtímabil, 70 prósentum ef hann hefur setið tvö og 80 prósentum hafi hann setið fleiri en tvö kjörtímabil. Munu eftirlaun Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar því nema um 2,4 milljónum á mánuði. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kjararáð hefur hækkað þingfararkaup alþingismanna um 45 prósent, eða tæpar 340 þúsund krónur á mánuði, en hækkunin tók gildi í gær. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur. Laun ráðherra og forseta Íslands hækkuðu að sama skapi.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna verða í samræmi við breytingar kjararáðs. Eftirlaun alþingismanna nema 3 prósentum af heildarlaunum þeirra fyrir hvert ár sem þeir sátu á þingi. Þeir þingmenn sem eiga rétt á eftirlaunum þurfa að vera sextíu ára eða eldri þegar þeir láta af störfum eða 65 ára, hafi þeir látið af störfum fyrr. Biðlaun alþingismanna hækka einnig í samræmi við úrskurð kjararáðs. Þeir alþingismenn sem taka ekki sæti á nýkjörnu þingi munu því njóta góðs af hækkuninni. Alþingismenn sem hafa setið eitt kjörtímabil getur þegið biðlaun í allt að þrjá mánuði en alþingismenn sem hafa setið tvö kjörtímabil eða fleiri eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi sem ákveðið er af kjararáði og nema þau því 1,1 milljón króna á mánuði. Forseti Íslands á rétt á eftirlaunum að liðnum sex mánuðum sem hann nýtur biðlauna. Eftirlaun forseta nema 60 prósentum af mánaðarlaunum hafi hann setið eitt kjörtímabil, 70 prósentum ef hann hefur setið tvö og 80 prósentum hafi hann setið fleiri en tvö kjörtímabil. Munu eftirlaun Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar því nema um 2,4 milljónum á mánuði.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00