Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota

Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.
Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota.
Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“.
Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta.
Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands.
Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja.
Tengdar fréttir

Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum
Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum.

Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi
Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins.

Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð
Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan.

Duterte snýr sér til Kína
Segir Bandaríkin hafa „tapað“.

Duterte líkir sjálfum sér við Hitler
Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum.

Segir Obama að „fara til helvítis“
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum.

Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi
Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum.

Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs.

Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi
Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu.