Þing gegn þjóð: Taka tvö Þorvaldur Gylfason skrifar 20. október 2016 07:00 Ekki alls fyrir löngu rúmuðu báðir flokkarnir á Bandaríkjaþingi margar vistarverur. Frjálslyndir menn áttu samherja í báðum flokkum og það áttu einnig íhaldsmenn. Sumir sögðu flokkana tvo vera alveg eins. Flokkakerfið vestra spratt upp úr jarðvegi sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjamanna 1776 og stjórnarskrárinnar 1787 sem var ætlað að sætta tvö höfuðsjónarmið. Annað sjónarmiðið var sú skoðun sambandssinna að landinu yrði því aðeins haldið saman til langframa að fyrir því færi sterk alríkisstjórn. Þetta var skoðun Alexanders Hamilton, fyrsta fjármálaráðherra landsins, sem hélt einnig fram kostum framþróunar og iðnvæðingar. Hitt sjónarmiðið var sú skoðun fylkissinna að friður myndi því aðeins haldast til lengdar að fylkin fengju hvert fyrir sig að hafa umtalsverða sjálfsstjórn. Þetta var skoðun Tómasar Jefferson, fyrsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hélt einnig fram kostum landsins og landbúnaðar. Hamilton og sambandssinnar höfðu sigur á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 þótt ríkt tillit væri tekið til skoðunar Jeffersons og fylkissinna. Jefferson sat ekki stjórnlagaþingið þar eð hann var þá sendiherra í París. Flokkur sambandssinna varð með tímanum að flokki demókrata og flokkur fylkissinna varð að flokki repúblikana.Boðið upp í dans Flokkarnir breyttust með tímanum. Þrælahald í suðurríkjunum var undir verndarvæng demókrata. Repúblikanar í norðurríkjunum undir forustu Abrahams Lincoln forseta börðu þrælahaldið niður að loknu borgarastríði 1861-1865. Það tók önnur hundrað ár að veita afkomendum þræla full mannréttindi eða þar um bil að lögum. Mannréttindalöggjöfin sem demókratar undir forustu Lyndons Johnson forseta settu 1964-1965 varð ásamt öðru til þess að afkomendur þrælahaldara í suðurríkjunum fluttu sig úr röðum demókrata yfir til repúblikana sem hafa jafnan síðan ráðið lögum og lofum í suðuríkjunum. Flokkur Lincolns var orðinn að flokki þeirra sem streittust helzt gegn réttindabaráttu blökkumanna. Og þá gat þess ekki orðið langt að bíða að repúblikanar byðu öðru ranglæti einnig upp í dans. Þetta gerðist smám saman. Sumir rekja upphaf vandans til lögbrota Nixons forseta og auðmýkjandi afsagnar hans 1974. Aðrir rekja vandann til Reagans forseta 1980-1988 sem margir demókratar töldu öfgamann þrátt fyrir prútt og frjálslegt fas. Enn aðrir rekja vandann til ársins 2000 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði atkvæðatalningu í Flórída og afhenti George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Úlfúðin milli repúblikana og demókrata magnaðist stig af stigi og er nú orðin slík að forustumenn flokkanna og óbreyttir flokksmenn skiptast helzt ekki á öðru en ókvæðisorðum. Sumir demókratar draga repúblikana sundur og saman í hárbeittu háði. Andrúm þingsins berst út í þjóðlífið. „Lokum hana inni!“ hrópa stuðningsmenn Donalds Trump á fundum.Þegar Hæstiréttur bregst Í þessu ljósi sögunnar þarf að skoða framgöngu Trumps í kosningabaráttunni nú. Höfuðröksemd repúblikana fyrir kjöri Trumps er að þeir verði að ná að skipa oddamanninn í Hæstarétt, en þar er staðan nú jöfn, fjórir gegn fjórum. Trump sér fram á ósigur og staðhæfir að kosningunum verði stolið og reynir þannig að sá tortryggni í garð lýðræðis meðal stuðningsmanna sinna. Þessi boðskapur Trumps á greiða leið að mörgum kjósendum m.a. vegna þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna lét sig hafa það að stela forsetakosningunum 2000 eins og lýst hefur verið í lærðum bókum og einn hæstaréttardómarinn, John Paul Stevens, hefur staðfest. Freedom House, sem fylgist með þróun lýðræðis um allan heim, gefur Bandaríkjunum ekki lengur fullt hús stiga fyrir frelsi og lýðræði. Því veldur m.a. nýleg ákvörðun Hæstaréttar um að það sé hluti af mannréttindum auðmanna að mega dæla ómældu fé í stjórnmálamenn og flokka. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður treystir Hæstarétti og tíundi hver kjósandi treystir þinginu í Washington skv. nýlegri skýrslu Gallups. Brestirnir í bandarísku lýðræði berast út. Ætli sumum dómurum í Hæstarétti Íslands þyki það þá e.t.v. léttbærara en ella væri að hafa stolið kvótanum handa Panama-flokkunum með Vatneyrardómi sínum árið 2000 og hafa síðan stolið stjórnlagaþingskosningunni handa sömu flokkum 2011? Þið munið hann Jörund. Hæstiréttur dæmdi fiskveiðistjórnarkerfið ólöglegt 1998 þar eð mismununin sem í því felst bryti gegn stjórnarskránni. Ráðherrar brugðust ókvæða við. Hæstiréttur lagði þá niður skottið og felldi þveröfugan dóm í hliðstæðu máli 2000 og sá þá ekkert athugavert við mismunun í úthlutun veiðiréttinda. Sjö af hverjum tíu prófessorum í Háskóla Íslands birtu sameiginlega yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar. Enginn lagaprófessor – ekki einn! – treysti sér til að undirrita yfirlýsinguna. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna birti álit 2007 efnislega samhljóða dómi Hæstaréttar frá 1998 og gaf Alþingi bindandi fyrirmæli um að nema mismununina burt úr fiskveiðistjórninni. Ríkisstjórnin sagðist þá mundu gera það með nýrri stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta nýju stjórnarskrána. Ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunni 2011 var sama marki brennd. Þrír sjálfstæðismenn lögðu fram kærur vegna meintra galla á framkvæmd kosningarinnar. Sex hæstaréttardómarar, þar af fimm skipaðir af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, ógiltu kosninguna einum rómi. Ákvörðunin var ekki bara illa grunduð í skilningi laganna, þ.e. röng, eins og Reynir Axelsson dósent í stærðfræði færði gild rök að, heldur beinlínis ólögleg þar eð lög heimila ekki ógildingu kosningar í heilu lagi nema sýnt þyki að brögð hafi verið í tafli. Hæstiréttur viðurkenndi villu sína í reynd ári síðar þegar hann vísaði frá hliðstæðri kæru vegna forsetakjörs 2012 á þeim grunni að meintir gallar á framkvæmdinni hefðu ekki getað haft áhrif á úrslitin. Kæran var lögð fram til að afhjúpa Hæstarétt. Það tókst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Ekki alls fyrir löngu rúmuðu báðir flokkarnir á Bandaríkjaþingi margar vistarverur. Frjálslyndir menn áttu samherja í báðum flokkum og það áttu einnig íhaldsmenn. Sumir sögðu flokkana tvo vera alveg eins. Flokkakerfið vestra spratt upp úr jarðvegi sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjamanna 1776 og stjórnarskrárinnar 1787 sem var ætlað að sætta tvö höfuðsjónarmið. Annað sjónarmiðið var sú skoðun sambandssinna að landinu yrði því aðeins haldið saman til langframa að fyrir því færi sterk alríkisstjórn. Þetta var skoðun Alexanders Hamilton, fyrsta fjármálaráðherra landsins, sem hélt einnig fram kostum framþróunar og iðnvæðingar. Hitt sjónarmiðið var sú skoðun fylkissinna að friður myndi því aðeins haldast til lengdar að fylkin fengju hvert fyrir sig að hafa umtalsverða sjálfsstjórn. Þetta var skoðun Tómasar Jefferson, fyrsta utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hélt einnig fram kostum landsins og landbúnaðar. Hamilton og sambandssinnar höfðu sigur á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 þótt ríkt tillit væri tekið til skoðunar Jeffersons og fylkissinna. Jefferson sat ekki stjórnlagaþingið þar eð hann var þá sendiherra í París. Flokkur sambandssinna varð með tímanum að flokki demókrata og flokkur fylkissinna varð að flokki repúblikana.Boðið upp í dans Flokkarnir breyttust með tímanum. Þrælahald í suðurríkjunum var undir verndarvæng demókrata. Repúblikanar í norðurríkjunum undir forustu Abrahams Lincoln forseta börðu þrælahaldið niður að loknu borgarastríði 1861-1865. Það tók önnur hundrað ár að veita afkomendum þræla full mannréttindi eða þar um bil að lögum. Mannréttindalöggjöfin sem demókratar undir forustu Lyndons Johnson forseta settu 1964-1965 varð ásamt öðru til þess að afkomendur þrælahaldara í suðurríkjunum fluttu sig úr röðum demókrata yfir til repúblikana sem hafa jafnan síðan ráðið lögum og lofum í suðuríkjunum. Flokkur Lincolns var orðinn að flokki þeirra sem streittust helzt gegn réttindabaráttu blökkumanna. Og þá gat þess ekki orðið langt að bíða að repúblikanar byðu öðru ranglæti einnig upp í dans. Þetta gerðist smám saman. Sumir rekja upphaf vandans til lögbrota Nixons forseta og auðmýkjandi afsagnar hans 1974. Aðrir rekja vandann til Reagans forseta 1980-1988 sem margir demókratar töldu öfgamann þrátt fyrir prútt og frjálslegt fas. Enn aðrir rekja vandann til ársins 2000 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði atkvæðatalningu í Flórída og afhenti George W. Bush forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Úlfúðin milli repúblikana og demókrata magnaðist stig af stigi og er nú orðin slík að forustumenn flokkanna og óbreyttir flokksmenn skiptast helzt ekki á öðru en ókvæðisorðum. Sumir demókratar draga repúblikana sundur og saman í hárbeittu háði. Andrúm þingsins berst út í þjóðlífið. „Lokum hana inni!“ hrópa stuðningsmenn Donalds Trump á fundum.Þegar Hæstiréttur bregst Í þessu ljósi sögunnar þarf að skoða framgöngu Trumps í kosningabaráttunni nú. Höfuðröksemd repúblikana fyrir kjöri Trumps er að þeir verði að ná að skipa oddamanninn í Hæstarétt, en þar er staðan nú jöfn, fjórir gegn fjórum. Trump sér fram á ósigur og staðhæfir að kosningunum verði stolið og reynir þannig að sá tortryggni í garð lýðræðis meðal stuðningsmanna sinna. Þessi boðskapur Trumps á greiða leið að mörgum kjósendum m.a. vegna þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna lét sig hafa það að stela forsetakosningunum 2000 eins og lýst hefur verið í lærðum bókum og einn hæstaréttardómarinn, John Paul Stevens, hefur staðfest. Freedom House, sem fylgist með þróun lýðræðis um allan heim, gefur Bandaríkjunum ekki lengur fullt hús stiga fyrir frelsi og lýðræði. Því veldur m.a. nýleg ákvörðun Hæstaréttar um að það sé hluti af mannréttindum auðmanna að mega dæla ómældu fé í stjórnmálamenn og flokka. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður treystir Hæstarétti og tíundi hver kjósandi treystir þinginu í Washington skv. nýlegri skýrslu Gallups. Brestirnir í bandarísku lýðræði berast út. Ætli sumum dómurum í Hæstarétti Íslands þyki það þá e.t.v. léttbærara en ella væri að hafa stolið kvótanum handa Panama-flokkunum með Vatneyrardómi sínum árið 2000 og hafa síðan stolið stjórnlagaþingskosningunni handa sömu flokkum 2011? Þið munið hann Jörund. Hæstiréttur dæmdi fiskveiðistjórnarkerfið ólöglegt 1998 þar eð mismununin sem í því felst bryti gegn stjórnarskránni. Ráðherrar brugðust ókvæða við. Hæstiréttur lagði þá niður skottið og felldi þveröfugan dóm í hliðstæðu máli 2000 og sá þá ekkert athugavert við mismunun í úthlutun veiðiréttinda. Sjö af hverjum tíu prófessorum í Háskóla Íslands birtu sameiginlega yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar. Enginn lagaprófessor – ekki einn! – treysti sér til að undirrita yfirlýsinguna. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna birti álit 2007 efnislega samhljóða dómi Hæstaréttar frá 1998 og gaf Alþingi bindandi fyrirmæli um að nema mismununina burt úr fiskveiðistjórninni. Ríkisstjórnin sagðist þá mundu gera það með nýrri stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Alþingi er enn að reyna að koma sér undan að staðfesta nýju stjórnarskrána. Ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunni 2011 var sama marki brennd. Þrír sjálfstæðismenn lögðu fram kærur vegna meintra galla á framkvæmd kosningarinnar. Sex hæstaréttardómarar, þar af fimm skipaðir af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, ógiltu kosninguna einum rómi. Ákvörðunin var ekki bara illa grunduð í skilningi laganna, þ.e. röng, eins og Reynir Axelsson dósent í stærðfræði færði gild rök að, heldur beinlínis ólögleg þar eð lög heimila ekki ógildingu kosningar í heilu lagi nema sýnt þyki að brögð hafi verið í tafli. Hæstiréttur viðurkenndi villu sína í reynd ári síðar þegar hann vísaði frá hliðstæðri kæru vegna forsetakjörs 2012 á þeim grunni að meintir gallar á framkvæmdinni hefðu ekki getað haft áhrif á úrslitin. Kæran var lögð fram til að afhjúpa Hæstarétt. Það tókst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun