Kim hefur engan áhuga að halda uppi gamla lífstílnum Ritstjórn skrifar 20. október 2016 11:15 Kim hefur haldið sig heima eftir að hún kom frá París. Vísir/getty Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs hefur Kim Kardashian engan áhuga á að snúa aftur til þess lífstíls sem hún hefur haldið uppi seinustu ár. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kim lifir hátt og er opinská með það á samfélagsmiðlum. Hún hefur alltaf verið í góðu sambandi við aðdáendur sína og meðal annars svarað þeim reglulega á Twitter. Eftir ránið í París er þó erfitt að sjá fyrir sér að lífstíll hennar muni haldast sá sami. Hún hefur lítið farið út úr húsi eftir að hún kom heim til Los Angeles og ekkert hefur heyrst frá henni, nema frá aðstoðarkonu hennar og systur. Kim á afmæli á morgun og þykir ólíklegt að hún muni gera neitt sérstakt eins og seinustu ár. Hún er búin að hætta við veisluna sem hún ætlaði sér að halda í Las Vegas í tilefni dagsins. Það mun líklegast líða langur tími þangað til að Kim láti heyra í sér enda er alltaf erfitt að ná sér eftir annað eins áfall og hún varð fyrir. Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour
Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs hefur Kim Kardashian engan áhuga á að snúa aftur til þess lífstíls sem hún hefur haldið uppi seinustu ár. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Kim lifir hátt og er opinská með það á samfélagsmiðlum. Hún hefur alltaf verið í góðu sambandi við aðdáendur sína og meðal annars svarað þeim reglulega á Twitter. Eftir ránið í París er þó erfitt að sjá fyrir sér að lífstíll hennar muni haldast sá sami. Hún hefur lítið farið út úr húsi eftir að hún kom heim til Los Angeles og ekkert hefur heyrst frá henni, nema frá aðstoðarkonu hennar og systur. Kim á afmæli á morgun og þykir ólíklegt að hún muni gera neitt sérstakt eins og seinustu ár. Hún er búin að hætta við veisluna sem hún ætlaði sér að halda í Las Vegas í tilefni dagsins. Það mun líklegast líða langur tími þangað til að Kim láti heyra í sér enda er alltaf erfitt að ná sér eftir annað eins áfall og hún varð fyrir.
Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Bella Hadid situr fyrir í herferð Zadig & Voltaire ásamt bróður sínum Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Danska fyrirsætan Amanda Norgaard á forsíðu Glamour Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Leikararnir úr Stranger Things mættir á rauða dregilinn á Emmy-hátíðinni Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Dóttir Madonnu nýtt andlit hjá Stella McCartney Glamour