Innlent

Kvikmyndasafn fái Bæjarbíó

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Erlendur Sveinsson.
Erlendur Sveinsson. vísir/vilhelm
Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, vill fá skýringar frá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði á því að ekki komi til greina að safnið fái Bæjarbíó til umráða.

Kvikmyndasafnið var til húsa í Bæjarbíói og hélt þar úti kvikmyndasýningum í fjórtán ár þar til rekstur hússins var falinn öðrum fyrir nokkrum árum. Auglýst var eftir nýjum rekstraraðila í haust á forsendum sem Erlendur segir ekki henta safninu.

„Er hægt að fá úr því skorið hvað það er sem veldur því að menningarmálanefnd og bæjaryfirvöld telja sig ekki geta náð markmiðum sínum varðandi rekstur Bæjarbíós með því að fela hann Kvikmyndasafni Íslands á nýjan leik?“ spyr Erlendur í bréfi til bæjarráðs Hafnarfjarðar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×