Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2016 21:15 Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en þriðji á þeirri næstu. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfinginNico Rosberg á Mercedes varð annar á æfingunni, hann var þremur tíundu úr sekúndu á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji á æfingunni og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Þeir voru báðir næstum tveimur heilum sekúndum á eftir Hamilton. Yfirburðir Mercedes voru gríðarlegir á æfingunni. Það verður innbyrðis barátta Mercedes manna sem mun fanga augu flestra um helgina. Munurinn er 33 stig, Rosberg í vil og Hamilton þarf nauðsynlega að vinna keppnina á sunnudag til að reyna að saxa á forskot liðsfélaga síns. Hann byrjaði helgina vel.Nico Rosberg ekur út úr bílskúr Mercedes liðsins á seinni æfingu dagsins.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg svaraði liðsfélaga sínum á seinni æfingu dagsins, hann var fljótastur. Hamilton varð þriðji á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Ástralinn var tæplega tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði átta tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Barátta Mercedes manna verður hörð alla helgina ef marka má æfingar dagsins. Baráttunni verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar eftir því sem á líður. Formúla Tengdar fréttir Nico Hulkenberg fer til Renault Formúlu 1 lið Renault hefur staðfest að Nico Hulkenberg hafi samið við liðið. Hulkenberg er sem stendur samningsbundinn Force India. 14. október 2016 15:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Bílskúrinn: Spenna á Suzuka Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð. 13. október 2016 11:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfinginNico Rosberg á Mercedes varð annar á æfingunni, hann var þremur tíundu úr sekúndu á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji á æfingunni og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Þeir voru báðir næstum tveimur heilum sekúndum á eftir Hamilton. Yfirburðir Mercedes voru gríðarlegir á æfingunni. Það verður innbyrðis barátta Mercedes manna sem mun fanga augu flestra um helgina. Munurinn er 33 stig, Rosberg í vil og Hamilton þarf nauðsynlega að vinna keppnina á sunnudag til að reyna að saxa á forskot liðsfélaga síns. Hann byrjaði helgina vel.Nico Rosberg ekur út úr bílskúr Mercedes liðsins á seinni æfingu dagsins.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg svaraði liðsfélaga sínum á seinni æfingu dagsins, hann var fljótastur. Hamilton varð þriðji á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Ástralinn var tæplega tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði átta tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Barátta Mercedes manna verður hörð alla helgina ef marka má æfingar dagsins. Baráttunni verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar eftir því sem á líður.
Formúla Tengdar fréttir Nico Hulkenberg fer til Renault Formúlu 1 lið Renault hefur staðfest að Nico Hulkenberg hafi samið við liðið. Hulkenberg er sem stendur samningsbundinn Force India. 14. október 2016 15:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Bílskúrinn: Spenna á Suzuka Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð. 13. október 2016 11:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Hulkenberg fer til Renault Formúlu 1 lið Renault hefur staðfest að Nico Hulkenberg hafi samið við liðið. Hulkenberg er sem stendur samningsbundinn Force India. 14. október 2016 15:15
Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30
Bílskúrinn: Spenna á Suzuka Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð. 13. október 2016 11:30
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30