Mikill ferðamannastraumur við Geysi í Haukadal nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 23. október 2016 18:38 Vísi barst þessi mynd sem tekin var við Geysi í Haukadal í dag. mynd/Kári jónasson „Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
„Það er búið að vera gríðarlegur munur á milli ára,“ segir Jón Örvar Baldvinsson, umsjónarmaður tjaldstæðisins Skjóls við Geysi í Haukadal um ferðamannastrauminn á svæðinu. Svæðið í kringum Geysi er með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna sem heimsækja Ísland enda hluti af gullna hringnum, ásamt Gullfossi og Þingvöllum. Helstu ferðaþjónustufyrirtæki landsins bjóða upp á rútuferðir að Geysi nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring. Fjölmargir ferðamenn leggja jafnframt leið sína á svæðið á bílaleigubílum. Að sögn Jóns Örvars hefur dagsferðum ekki einungis fjölgað heldur ber einnig mikið á ferðalöngum sem tjalda í eina eða fleiri nætur á tjaldstæðinu. Tíðarfar hefur verið gott í haust og svokallaðir „camperar“ hafa aukist mikið í vinsældum upp á síðkastið „Á hverju einasta kvöldi eru hér „camperar“. Þannig var þetta ekki í fyrra,“ segir Jón Örvar og bætir við að húsbílar séu einnig algengari sjón en á síðustu árum. „Svo er alltaf einn og einn í tjaldi,“ segir hann.„Camperar“ hættir að leggja utan tjaldstæðaJón Örvar segir að ferðamannastraumurinn í haust hafi verið óvenjumikill. „Þetta var ekki svona í fyrra. Þá var einn og einn á ferðinni [á tjaldstæðinu] en núna fáum við fólk á hverjum degi,“ bætir hann við. Að mati Jóns standa innviðir Geysis í Haukadal nógu sterkum fótum til þess að taka á móti svo miklum fjölda ferðamanna enda staldra flestir gestir stutt við. Að hans mati er umgengni ferðafólksins til fyrirmyndar. „Hún er mjög fín. Ég verð ekki var við neitt annað.“ Jón nefnir einnig að ferðafólk sem ferðast um á „camperum“ hafi að mestu leyti látið af því að leggja bifreiðum sínum utan tjaldstæða og telur hann líklegt að upplýsingaflæði af hálfu bílaleiganna sé orðið betra. „Það er meira um það núna að fólk sé að leggja hérna hjá mér og borga fyrir heldur en að fólk sé að leggja úti um allt,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45 Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Fæstir óánægðir með salernisaðstöðuna á Geysi Ferðamenn á Suður- og Vesturlandi óánægðir með salernisaðstöðu samkvæmt könnun á átta stöðum 9. apríl 2015 07:45
Ferðamönnum finnst of margir hópferðamenn við Geysi og Jökulsárlón Erlendir ferðamenn eru um 92% þeirra sem sækja heim átta af helstu kennileitum íslenskrar náttúru. 23. mars 2015 14:59