Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir allt það helsta úr bandaríska kappakstrinum.
Lewis Hamilton vann á Mercedes og minnkaði forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 26 stig. Það eru 25 stig í boði fyrir fyrsta sætið svo þær þrjár keppnir sem eftir eru verða afar spennandi.
Kimi Raikkonen á Ferrari féll úr leik þegar liði hans tókst ekki að festa eitt dekk undir bíl hans þegar hann tók þjónustuhlé. Max Verstappen á Red Bull þurfti að hætta keppni með bilaða vél. Allt þetta og fleira í uppgjörsþættinum eftir bandaríska kappaksturinn sem fram fór í Austin í Texas.
Það er hægt að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
