Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2016 12:30 „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00