Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2016 12:30 „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
„Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00