Fimm til sjö manns alvarlega slasaðir eftir rútuslysið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2016 12:05 Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans nú rétt fyrir klukkan 12. Meirihluti farþega rútunnar eru kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður eru íslenskir. „Þetta er alvarlegt rútuslys. Það var 41 farþegi um borð og það eru margir alvarlega slasaðir. Fimmtán fara á heilsugæsluna í Mosfellsbæ, það eru fjórir nokkuð verr slasaðir sem koma hingað á Landspítalann í Fossvogi og svo eru að minnsta kosti fimm sem eru alvarlega slasaðir og eru á leiðinni, einn er reyndar kominn,“ segir Páll. Páll segir að búið sé að virkja viðbragðsáætlun spítalans. „Spítalinn er á gulu stigi og það er sjaldgæft en það er gert þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað. Blóðbankinn er tilbúinn sem og gjörgæslan og það er allt tilbúið til að taka við þeim slösuðu.“ Spurður nánar út í hversu margir séu alvarlega slasaðir segir Páll að þeir séu á bilinu fimm til sjö. Hann segist vona að sú tala muni ekki hækka. „Vonandi lækkar hún. Sjúklingar eru flokkaðir á vettvangi og svona yfirleitt hafa menn nokkuð rétt fyrir sér.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi í morgun og tók myndirnar að neðan. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Fimm til sjö manns eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys sem varð skömmu eftir klukkan 10 í morgun á Þingvallavegi við Skálafellsafleggjarann. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans nú rétt fyrir klukkan 12. Meirihluti farþega rútunnar eru kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður eru íslenskir. „Þetta er alvarlegt rútuslys. Það var 41 farþegi um borð og það eru margir alvarlega slasaðir. Fimmtán fara á heilsugæsluna í Mosfellsbæ, það eru fjórir nokkuð verr slasaðir sem koma hingað á Landspítalann í Fossvogi og svo eru að minnsta kosti fimm sem eru alvarlega slasaðir og eru á leiðinni, einn er reyndar kominn,“ segir Páll. Páll segir að búið sé að virkja viðbragðsáætlun spítalans. „Spítalinn er á gulu stigi og það er sjaldgæft en það er gert þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað. Blóðbankinn er tilbúinn sem og gjörgæslan og það er allt tilbúið til að taka við þeim slösuðu.“ Spurður nánar út í hversu margir séu alvarlega slasaðir segir Páll að þeir séu á bilinu fimm til sjö. Hann segist vona að sú tala muni ekki hækka. „Vonandi lækkar hún. Sjúklingar eru flokkaðir á vettvangi og svona yfirleitt hafa menn nokkuð rétt fyrir sér.“Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi í morgun og tók myndirnar að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Rútuslys á Þingvallavegi Nokkrir tugir farþega voru í rútunni. 25. október 2016 10:37 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira