Sport

Gunnar Nelson biðst afsökunar: „Ég sný fljótlega aftur og betri en nokkru sinni fyrr“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson er meiddur.
Gunnar Nelson er meiddur. vísir/getty
„Ég vil byrja á því að biðja stuðningsmennina, kostendur, vini og mótherja minn afsökunar á því að ég dró mig út úr bardaganum í Belfast.“

Svona byrjar Facebook-færsla bardagakappans Gunnars Nelson sem þurfti að hætta við UFC-bardaga sinn gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í Belfast 19. nóvember vegna meiðsla.

Gunnar og Dong áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins í SSE-höllinni í Belfast, en þetta hefði verið í annað sinn sem Gunnar er aðalstjarnan á bardagakvöldi UFC.

Gunnar meiddist á ökkla á æfingu á dögunum þegar hann var að kynna bardagann á Írlandi en æfingin sem hann meiddist á var sýnd beint á Facebook.

„Í nokkra daga gat ég varla stigið í fótinn en tíu dögum síðar gat ég gengið eðlilega og þá hélt ég að ég gæti barist. Mér leið frábærlega. Ég hélt áfram að æfa en fyrir viku síðan sögðu þjálfararnir mér að ég yrði að gefa mér meiri tíma og ég gæti ekki barist með ökklan svona og ekki einu sinni æft,“ segir Gunnar.

„Ég vil biðja þá sem eru búnir að kaupa sér miða afsökunar. Ég sný aftur fljótlega og verð betri en nokkru sinni fyrr. Þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Gunnar Nelson.

Rætt verður við Gunnar Nelson í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Fréttablaðinu á morgun.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×