Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2016 20:00 Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira