Sem betur fer standa stjórnmálamenn ekki við loforð sín Lars Christensen skrifar 26. október 2016 09:00 Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun