Viðskipti erlent

Sölusamdráttur í fyrsta sinn í 15 ár hjá Apple

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple og dansarinn Maddie Ziegler virða fyrir sér iPhone 7 plus. Cook segir að góð sala á símanum muni hafa jákvæð Apple á næsta fjórðungi.
Tim Cook, forstjóri Apple og dansarinn Maddie Ziegler virða fyrir sér iPhone 7 plus. Cook segir að góð sala á símanum muni hafa jákvæð Apple á næsta fjórðungi. Vísir/Getty
Í gær tilkynntu forsvarsmenn tæknirisans Apple að sala hefði dregist saman milli ára í fyrsta sinn í fimmtán ár. Áframhaldandi samdráttur í sölu iPhone snjallsímans er meðal þess sem hefur valdið þróuninni.

Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar á Wall Street telja að eitt verðmætasta fyrirtæki heims sé ekki með nýja vöru sem geti komið á stað tekjuvexti á ný.

Gengi hlutabréfa í Apple lækkuðu í kjölfar fréttanna í gær og hafa lækkað um rúmlega þrjú prósent það sem af er degi.

Tekjur drógust saman milli lok júní og lok september um 9 prósent samanborið við sama tímabil árið áður. Tekjur voru í takt við spár greiningaraðila Wall Street, en um var að ræða þriðja ársfjórðunginn í röð þar sem sala á iPhone snjallsímum dróst saman milli ára, en það gerðist í fyrsta sinn í sögu níu ára gamla símans fyrr á þessu ári.

Framkvæmdastjóri Apple, Tim Cook, sagði að nýju símarnir iPhone 7 og 7 Plus væru að seljast vel og myndi það ýta undir auknar tekjur á næsta fjórðungi fyrirtækisins.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×