Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2016 07:00 Panos Panay, maðurinn á bakvið Surface tölvur Microsoft, kynnir til leiks Surface Studio, nýja tölvu með risavöxnum snertiskjá. Nordicphotos/AFP Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira