Gunnar hreifst af frammistöðu Conor Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2016 11:30 Gunnar Nelson og Conor McGregor. vísir/getty Conor McGregor náði að hefna ófaranna gegn Nate Diaz þegar kapparnir mættust á UFC 202 í ágúst í sumar. Diaz hafði unnið McGregor fyrr á þessu ári en Írinn var þá ósigraður á ferli sínum í UFC-bardagadeildinni. McGregor er ein allra skærasta stjarna bardagaíþrótta í dag og fékk því bardaginn mikla athygli, ekki síst þar sem að McGregor hafði lýst því yfir fyrr í sumar að hann væri hættur að berjast þegar hann dvaldi hér á landi. Sjá einnig: Conor segist vera hættur McGregor náði aftur sáttum við UFC og vann Diaz þann 20. ágúst eftir dómaraákvörðun. Gunnar Nelson, æfingafélagi og góðvinur Conor, segir að hann hafi hrifist af frammistöðu McGregor. „Þetta fór eins og ég bjóst við. Hann náði góðri forystu í fyrstu tveimur lotunum en þá fór þreytan að segja til sín,“ sagði Gunnar í samtali við enska dagblaðið Daily Star. „Það hentar Diaz vel. Þegar það fer að hægja á bardaganum þá fer hann í gagn. Hann er vanur því að berjast við slíkar aðstæður.“ Sjá einnig: Conor: Aldo vill ekki berjast við mig Eftir að McGregor hafði verið mjög sannfærandi í fyrstu lotunum komst Diaz nálægt því hafa betur á síðari stigum bardagans. „Conor kom til baka og náði að halda sér inni í bardaganum. Hann barðist við Diaz þar sem hann er upp á sitt besta og hafði betur. Mér fannst mikið til þess koma.“ Gunnar Nelson er nú að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli sem hann varð fyrir fyrr í þessum mánuði. Af þeim sökum getur hann ekki barist á bardagakvöldi UFC í Belfast í næsta mánuði, líkt og stóð til. Sjá einnig: Gunnar: Ég var alveg niðurbrotinn MMA Tengdar fréttir Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45 Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00 Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Conor McGregor náði að hefna ófaranna gegn Nate Diaz þegar kapparnir mættust á UFC 202 í ágúst í sumar. Diaz hafði unnið McGregor fyrr á þessu ári en Írinn var þá ósigraður á ferli sínum í UFC-bardagadeildinni. McGregor er ein allra skærasta stjarna bardagaíþrótta í dag og fékk því bardaginn mikla athygli, ekki síst þar sem að McGregor hafði lýst því yfir fyrr í sumar að hann væri hættur að berjast þegar hann dvaldi hér á landi. Sjá einnig: Conor segist vera hættur McGregor náði aftur sáttum við UFC og vann Diaz þann 20. ágúst eftir dómaraákvörðun. Gunnar Nelson, æfingafélagi og góðvinur Conor, segir að hann hafi hrifist af frammistöðu McGregor. „Þetta fór eins og ég bjóst við. Hann náði góðri forystu í fyrstu tveimur lotunum en þá fór þreytan að segja til sín,“ sagði Gunnar í samtali við enska dagblaðið Daily Star. „Það hentar Diaz vel. Þegar það fer að hægja á bardaganum þá fer hann í gagn. Hann er vanur því að berjast við slíkar aðstæður.“ Sjá einnig: Conor: Aldo vill ekki berjast við mig Eftir að McGregor hafði verið mjög sannfærandi í fyrstu lotunum komst Diaz nálægt því hafa betur á síðari stigum bardagans. „Conor kom til baka og náði að halda sér inni í bardaganum. Hann barðist við Diaz þar sem hann er upp á sitt besta og hafði betur. Mér fannst mikið til þess koma.“ Gunnar Nelson er nú að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli sem hann varð fyrir fyrr í þessum mánuði. Af þeim sökum getur hann ekki barist á bardagakvöldi UFC í Belfast í næsta mánuði, líkt og stóð til. Sjá einnig: Gunnar: Ég var alveg niðurbrotinn
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45 Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00 Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Conor McGregor: Fagnaði fram eftir nóttu eftir bardagann við Diaz Á meðal gesta var kærasta McGregor og einn meðlima One Direction. 21. ágúst 2016 14:45
Svona var UFC 202 hjá Conor McGregor Einstakar myndir af Conor McGregor á bak við tjöldin á bardagakvöldinu um síðustu helgi. 26. ágúst 2016 22:00
Conor náði fram hefndum í ótrúlegum bardaga UFC 202 fór fram í nótt þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mættust í ótrúlegum bardaga. Conor McGregor tókst að hefna fyrir tapið í mars með sigri eftir dómaraákvörðun. 21. ágúst 2016 05:49
Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15