Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind.
Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.

Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það.
Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni.
Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum.
Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind.