Deutsche hagnast þrátt fyrir erfiðleika Sæunn Gísladóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Viðsnúningur var í rekstri Deutsche Bank milli ára. NordicPhotos/Getty Þýski bankarisinn Deutsche Bank hagnaðist um 278 milljónir evra, jafnvirði 34,6 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Um var að ræða verulegan viðsnúning en á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 6 milljörðum evra, 746 milljörðum króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Deutsche Bank átt í miklum rekstrarerfiðleikum síðastliðið árið. Forsvarsmenn Deutsche Bank segja að erfitt vaxtaumhverfi og áhrif af himinhárri sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankanum hafi haft áhrif á reksturinn. Enn á eftir að semja um endanlega upphæð sektarinnar, en fyrst var tilkynnt um 14 milljarða dollara sekt, jafnvirði 1.600 milljarða króna. Bankinn hefur verið að skera niður rekstrarkostnað sem og að selja eignir til að róa fjárfesta. Sala jókst um 2 prósent hjá Deutsche á fjórðungnum og nam 7,6 milljörðum evra, jafnvirði 944 milljarða íslenskra króna, á fjórðungnum. Þetta var betra en fjárfestar áttu von á. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýski bankarisinn Deutsche Bank hagnaðist um 278 milljónir evra, jafnvirði 34,6 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Um var að ræða verulegan viðsnúning en á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 6 milljörðum evra, 746 milljörðum króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Deutsche Bank átt í miklum rekstrarerfiðleikum síðastliðið árið. Forsvarsmenn Deutsche Bank segja að erfitt vaxtaumhverfi og áhrif af himinhárri sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankanum hafi haft áhrif á reksturinn. Enn á eftir að semja um endanlega upphæð sektarinnar, en fyrst var tilkynnt um 14 milljarða dollara sekt, jafnvirði 1.600 milljarða króna. Bankinn hefur verið að skera niður rekstrarkostnað sem og að selja eignir til að róa fjárfesta. Sala jókst um 2 prósent hjá Deutsche á fjórðungnum og nam 7,6 milljörðum evra, jafnvirði 944 milljarða íslenskra króna, á fjórðungnum. Þetta var betra en fjárfestar áttu von á. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent