Bjarni um Pírata: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 22:14 Í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton „Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45