Rosberg: Möguleikar mínir á morgun eru fínir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2016 22:15 (t.v.) Nico Rosberg sem varð annar, Lewis Hamilton sem var fljótastur og Max Verstappen sem varð þriðji. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði sínum tíunda ráspól á tímabilinu í dag. Hann tók þar með stórt skref í áttina að því að minnka forskot Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Það er auðvitað alltaf erfitt að ná góðum tímatökuhring. Dekkin gera okkur erfitt fyrir. Brautin er hál en hún er miklu betri en í fyrra. Þap er frábært að sjá allt þetta fólk hérna,“ sagði Hamilton. „Lewis átti frábæran hring, minn var ekkert svo sérstakur í samanburði við hans. Möguelikar mínir á morgun eru þó fínir. Helgin byrjaði hægt hjá mér en ég er að ná áttum,“ sagði Nico Rosberg. „Tímatakan gekk vel, mér finnst bíllinn hafa verið góður alla helgina. Við náðum ekki alveg að láta hringinn smella í þriju lotunni,“ sagði Max Verstappen. „Vonandi getum við strítt báðum Mercedes mönnum í ræsingunni á morgun. Ég náði öðrum þeirra síðustu helgi, vonandi get ég náð báðum á morgun. Ég er frekar hissa á að ég hafi endað svona nálægt ráspól,“ sagði Daniel Ricciardo sem verður fjórði á Red Bull bílnum á ráslínunni á morgun.Sebastian Vettel á Ferrari tókst ekki að byggja á góðum fyrri lotum og komast ofarlega í tímatökunni.Vísir/Getty„Ég held að við hefðum geta komist í aðra lotu tímatökunnar. Svona gerist en þetta er afar svekkjandi. Tímatökurnar hafa gengið vel að undanförnu. Við þurfum þá að berjast á morgun í staðinn. Ég hefði gjarnan viljað sýna hvað ég get,“ sagði Jolyon Palmer sem tók ekki þátt í tímatökunni og ræsir af þjónustusvæðinu á morgun. „Þetta var sennilega besta staðan sem við gátum óskað okkur í dag. Við höfum val um keppnisáætlanir á morgun. Svo lengi sem ég klára á undan Jenson þá er ég ánægður,“ sagði Fernando Alonso sem ræsir 11. á McLaren bílnum á morgun. Jenson Button, liðsfélagi Alonso kom og truflaði viðtalið við Alonso liðsfélagarnir grínuðust með að lenda kannski í árekstri í fyrstu beygju. „Við náðum skilningi á hegðan dekkjanna. Hringurinn var líka einstakur. Maður þarf alltaf að vanda sig í ræsingunni og reyna að forðast vandræði. Ég held að við ættum að vera í góðri stöðu eftir ræsinguna á morgun,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir fimmti á morgun á Force India bílnum. „Við vorum bara ekki nógu fljótir. Það sem skiptir máli í dag eru úrslitin og þau voru ekki góð hjá okkur,“ sagði Sebastian Vettel sem varð sjöundi á Ferrari í tímatökunni. Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Vettel fljótastir á föstudegi í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu föstudagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettal á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. október 2016 14:15 Hamilton á ráspól í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í mexíkóska kappastrinum sem fer fram á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 29. október 2016 19:06 Hamilton vann sína fimmtugustu keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir allt það helsta úr bandaríska kappakstrinum. 24. október 2016 15:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton náði sínum tíunda ráspól á tímabilinu í dag. Hann tók þar með stórt skref í áttina að því að minnka forskot Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Það er auðvitað alltaf erfitt að ná góðum tímatökuhring. Dekkin gera okkur erfitt fyrir. Brautin er hál en hún er miklu betri en í fyrra. Þap er frábært að sjá allt þetta fólk hérna,“ sagði Hamilton. „Lewis átti frábæran hring, minn var ekkert svo sérstakur í samanburði við hans. Möguelikar mínir á morgun eru þó fínir. Helgin byrjaði hægt hjá mér en ég er að ná áttum,“ sagði Nico Rosberg. „Tímatakan gekk vel, mér finnst bíllinn hafa verið góður alla helgina. Við náðum ekki alveg að láta hringinn smella í þriju lotunni,“ sagði Max Verstappen. „Vonandi getum við strítt báðum Mercedes mönnum í ræsingunni á morgun. Ég náði öðrum þeirra síðustu helgi, vonandi get ég náð báðum á morgun. Ég er frekar hissa á að ég hafi endað svona nálægt ráspól,“ sagði Daniel Ricciardo sem verður fjórði á Red Bull bílnum á ráslínunni á morgun.Sebastian Vettel á Ferrari tókst ekki að byggja á góðum fyrri lotum og komast ofarlega í tímatökunni.Vísir/Getty„Ég held að við hefðum geta komist í aðra lotu tímatökunnar. Svona gerist en þetta er afar svekkjandi. Tímatökurnar hafa gengið vel að undanförnu. Við þurfum þá að berjast á morgun í staðinn. Ég hefði gjarnan viljað sýna hvað ég get,“ sagði Jolyon Palmer sem tók ekki þátt í tímatökunni og ræsir af þjónustusvæðinu á morgun. „Þetta var sennilega besta staðan sem við gátum óskað okkur í dag. Við höfum val um keppnisáætlanir á morgun. Svo lengi sem ég klára á undan Jenson þá er ég ánægður,“ sagði Fernando Alonso sem ræsir 11. á McLaren bílnum á morgun. Jenson Button, liðsfélagi Alonso kom og truflaði viðtalið við Alonso liðsfélagarnir grínuðust með að lenda kannski í árekstri í fyrstu beygju. „Við náðum skilningi á hegðan dekkjanna. Hringurinn var líka einstakur. Maður þarf alltaf að vanda sig í ræsingunni og reyna að forðast vandræði. Ég held að við ættum að vera í góðri stöðu eftir ræsinguna á morgun,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir fimmti á morgun á Force India bílnum. „Við vorum bara ekki nógu fljótir. Það sem skiptir máli í dag eru úrslitin og þau voru ekki góð hjá okkur,“ sagði Sebastian Vettel sem varð sjöundi á Ferrari í tímatökunni.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton og Vettel fljótastir á föstudegi í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu föstudagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettal á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. október 2016 14:15 Hamilton á ráspól í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í mexíkóska kappastrinum sem fer fram á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 29. október 2016 19:06 Hamilton vann sína fimmtugustu keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir allt það helsta úr bandaríska kappakstrinum. 24. október 2016 15:15 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton og Vettel fljótastir á föstudegi í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu föstudagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettal á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. október 2016 14:15
Hamilton á ráspól í Mexíkó Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í mexíkóska kappastrinum sem fer fram á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 29. október 2016 19:06
Hamilton vann sína fimmtugustu keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir allt það helsta úr bandaríska kappakstrinum. 24. október 2016 15:15