Viðskipti erlent

Vandræði Twitter halda áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Hlutabréf Twitter hafa lækkað um rúm 13 prósent.
Hlutabréf Twitter hafa lækkað um rúm 13 prósent. Vísir/Getty
Hlutabréf Twitter hafa lækkað um rúmlega þrettán prósent í dag eftir mögulegir kaupendur fyrirtækisins voru sagðir hafa misst áhugann. Fyrirtækið hafði hækkað í verði eftir að í ljós kom að Google, Salesforce.com og Disney hafi verið að skoða að kaupa fyrirtækið.

Nú er verðið þó aftur í frjálsu falli.

Bloomberg sagði frá því um helgina að kaupendurnir hefðu misst áhugann. Twitter hefur lengi verið í vandræðum með að laða að nýja notendur og auka tekjur samfélagsmiðilsins einnig.

Samkvæmt heimildum Bloomberg skoðar fyrirtækið einnig að losa sig við eignir sem eru ekki nauðsynlegar Twitter. Vilji enginn kaupa það stendur til að laða notendur að með beinum útsendingum og samvinnu við aðila eins og NFL í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×