Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 16:55 Mikill viðbúnaður er vegna mikillar úrkomu næstu tvo daga og er mikilvægt að hreinsa vel frá niðurföllum. vísir/anton „Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. Til samanburðar má geta þess að úrkoma í öllum október í fyrra í Reykjavík var 159,9 millimetrar og var það er um 86 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Elín Björk segir að úrkomuákefðin aukist í nótt og verði svo fram undir hádegi á fimmtudag en það má segja að hálft landið sé undir; allt frá austanverðum Vatnajökli suður og norður að Ísafjarðardjúpi eins og sést á myndinni hér að neðan.Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.mynd/almannavarnir„Þetta er mjög óvenjulegt að því leyti að þetta er ekki verst eða best, það bara bætir í úrkomuna og hún er samfelld fram á fimmtudag,“ segir Elín Björk. Aðspurð hvenær seinast hafi rignt svo mikið segir Elín Björk að árið 2008 hafi seinast verið svipað veður. „Það hefur alveg verið í sumar svipuð úrkomuákefð en það var þá kannski bara í tvo til þrjá tíma,“ segir Elín Björk. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna úrkomunnar og segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg að strax í hádeginu hafi allar aðgerðastjórnir félagsins verið látnar vita af veðurspánni. „Við sögðum þeim sem sagt frá spánni og að þetta væri í raun einstakur viðburður þar sem við höfum ekki séð svona mikla uppsafnaða úrkomu í allmörg ár. Klukkan 14 tókum við síðan stöðufund með Almannavörnum og Veðurstofunni og eftir hann ákváðum við að senda tilkynningu til ferðaþjónustuaðila vegna veðursins. Það sem við gerum þegar eitthvað kemur svona snögglega upp er að við sendum sérstakt skjal og biðjum ferðaþjónustuna um að hengja þetta upp hjá sér. Svo látum við einnig vita í gegnum SafeTravel og upplýsingakerfið okkar sem við erum með um land allt,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Slysavarnafélagið Landsbjörg varar ferðamenn við úrhellinu framundan.Jónas segir að enn sem komið er sé ekki búið að loka neinum vegum en líklegt sé að lokað verði inn í Þórsmörk og að Fjallabaksleiðum verði lokað. Þá þurfi einnig að huga að því að grjóthrun geti orðið á stöðum eins og í Almannagjá og þá er jafnvel hætta á aurskriðum undir Eyjafjöllum.En hvað eru mögulega margir ferðamenn sem þarf að ná til vegna veðursins? „Við erum að horfa á 45 prósent aukningu í fjölda ferðamanna í september síðastliðnum frá árinu í fyrra svo það má gera ráð fyrir því að nú í október sé líka á milli 30 og 40 prósent aukning. Þannig að þetta eru einhverjar tugþúsundir ferðamanna sem eru núna á landinu og einhverjar þúsundir á Suðurlandi en hvað margir eru nákvæmlega á hálendinu er erfitt að segja til um,“ segir Jónas.Viðvörun Almannavarna vegna úrkomunnar má nálgast hér. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að það sé einmitt hálendið sem yfirvöld hafi mestar áhyggjur af. Mælst sé til þess að fólk sé ekki að fara inn í Þórsmörk og ekki á Fjallabaksleiðir en hann segir að mannvirki á láglendi, brýr og vegir ættu að standa veðrið af sér. „Það er einhver smá ótti með að það muni koma talsvert vatn í Hvítá og niður undir Ölfusá þannig að við fylgjumst með því en ef að Hvítáin flæðir mikið þá er mögulegt að bæirnir Auðsholt muni lokast af. Það hjálpar að það er ekki frost og klaki en á móti kemur að grunnvatnsstaða er há og mikið vatn nú þegar í ám,“ segir Sveinn. Yfirvöld beina því til almennings að passa niðurföll, sópa laufi frá og annað slíkt svo rigningin komist leiðar sinnar í gegnum frárennslikerfið.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrhellinu á gagnvirku spákorti. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02 Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
„Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár. Til samanburðar má geta þess að úrkoma í öllum október í fyrra í Reykjavík var 159,9 millimetrar og var það er um 86 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Elín Björk segir að úrkomuákefðin aukist í nótt og verði svo fram undir hádegi á fimmtudag en það má segja að hálft landið sé undir; allt frá austanverðum Vatnajökli suður og norður að Ísafjarðardjúpi eins og sést á myndinni hér að neðan.Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi.mynd/almannavarnir„Þetta er mjög óvenjulegt að því leyti að þetta er ekki verst eða best, það bara bætir í úrkomuna og hún er samfelld fram á fimmtudag,“ segir Elín Björk. Aðspurð hvenær seinast hafi rignt svo mikið segir Elín Björk að árið 2008 hafi seinast verið svipað veður. „Það hefur alveg verið í sumar svipuð úrkomuákefð en það var þá kannski bara í tvo til þrjá tíma,“ segir Elín Björk. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna úrkomunnar og segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg að strax í hádeginu hafi allar aðgerðastjórnir félagsins verið látnar vita af veðurspánni. „Við sögðum þeim sem sagt frá spánni og að þetta væri í raun einstakur viðburður þar sem við höfum ekki séð svona mikla uppsafnaða úrkomu í allmörg ár. Klukkan 14 tókum við síðan stöðufund með Almannavörnum og Veðurstofunni og eftir hann ákváðum við að senda tilkynningu til ferðaþjónustuaðila vegna veðursins. Það sem við gerum þegar eitthvað kemur svona snögglega upp er að við sendum sérstakt skjal og biðjum ferðaþjónustuna um að hengja þetta upp hjá sér. Svo látum við einnig vita í gegnum SafeTravel og upplýsingakerfið okkar sem við erum með um land allt,“ segir Jónas í samtali við Vísi.Slysavarnafélagið Landsbjörg varar ferðamenn við úrhellinu framundan.Jónas segir að enn sem komið er sé ekki búið að loka neinum vegum en líklegt sé að lokað verði inn í Þórsmörk og að Fjallabaksleiðum verði lokað. Þá þurfi einnig að huga að því að grjóthrun geti orðið á stöðum eins og í Almannagjá og þá er jafnvel hætta á aurskriðum undir Eyjafjöllum.En hvað eru mögulega margir ferðamenn sem þarf að ná til vegna veðursins? „Við erum að horfa á 45 prósent aukningu í fjölda ferðamanna í september síðastliðnum frá árinu í fyrra svo það má gera ráð fyrir því að nú í október sé líka á milli 30 og 40 prósent aukning. Þannig að þetta eru einhverjar tugþúsundir ferðamanna sem eru núna á landinu og einhverjar þúsundir á Suðurlandi en hvað margir eru nákvæmlega á hálendinu er erfitt að segja til um,“ segir Jónas.Viðvörun Almannavarna vegna úrkomunnar má nálgast hér. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að það sé einmitt hálendið sem yfirvöld hafi mestar áhyggjur af. Mælst sé til þess að fólk sé ekki að fara inn í Þórsmörk og ekki á Fjallabaksleiðir en hann segir að mannvirki á láglendi, brýr og vegir ættu að standa veðrið af sér. „Það er einhver smá ótti með að það muni koma talsvert vatn í Hvítá og niður undir Ölfusá þannig að við fylgjumst með því en ef að Hvítáin flæðir mikið þá er mögulegt að bæirnir Auðsholt muni lokast af. Það hjálpar að það er ekki frost og klaki en á móti kemur að grunnvatnsstaða er há og mikið vatn nú þegar í ám,“ segir Sveinn. Yfirvöld beina því til almennings að passa niðurföll, sópa laufi frá og annað slíkt svo rigningin komist leiðar sinnar í gegnum frárennslikerfið.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrhellinu á gagnvirku spákorti.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02 Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Vara við gífurlegri rigningu Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi. 11. október 2016 13:02
Fylgstu með úrhellinu á gagnvirku korti Veðurstofan varar við mikilli úrkomu í nótt, á morgun og á fimmtudag en spáin hljóðar upp á meira en 100 millimetra á sólarhring á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli í austri, á öllu Suðaustur-og Suðurlandi sem og norður með Vesturlandi að Ísafjarðardjúpi. 11. október 2016 15:59